Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1961, Qupperneq 44

Kirkjuritið - 01.02.1961, Qupperneq 44
90 KIRKJURITIÐ reisum, standi á borð við hinar gotnesku kirkjur miðaldanna, sem byggðar eru um og fyrir landnámstíð eða meira en 1000 árum og standa í fullu gildi enn og þykja meira að segja snilld- arverk og meistarastykki. Hér fer sem oftar, að allir menn verða dæmdir eftir verkum sínum, bæði hér og annars heims, sbr. Dómar falla eilífð í / öld þó spjalli minna / gæta allir ættu því / eigin galla sinna. Við skulum kosta kapps um, að bæði þetta verk okkar og önnur standist dóma samtíðar og kom- andi tíma. Þetta verður líklega í síðasta sinn, sem við komum sam- an til guðsþjónustu í þessu húsi. Það má heita, að hún hafi skyggðan sinn skjöld, því hér hafa engin óhæfuverk eða ódæði verið drýgð, eins og í mörgum kirkjum erlendis, þar sem fólk hefur flúið inn í helgidóminn í sárustu nauðum sínum og verið svo drepið af grimmum hermönnum, þar til blóðið rann í straumi út úr dyrunum. En það veit ég, að margar góðar bænir hafa stigið fram fyrir almættið og mörg fögur heit verið unnin. Við getum tekið undir með skáldinu, sem sagði: Og blessum öll hin hljóðu heit. Vinnum einhuga heit að því að verða góðir menn og batn- andi eða sem nýtastir menn fyrir sjálfa okkur, land og þjóð. Að síðustu langar mig til að biðja söngflokkinn að syngja síðasta erindið úr fegursta bænasálminum, sem ég hef nokk- urn tíma heyrt, eftir stórskáldið og mannvininn M.J.: Faðir ljósana og standa upp á meðan. ... Ólafur Sigurðsson á Hellulandi. Rödd min skal fagna hátt, hærra en rödd konu, sem hefur alið barn sitt, hærra en englar hrópa fagnandi yfir syndara, sem bætir ráð sitt, glaðar en fuglarnir syngja morgunsöng, því að ég hef fund- ið það, sem ég leitaði. Og þótt mennirnir sviptu mig öllu og rækju mig burt úr samfélagi við sig, þá myndi ég samt varðveita þessa gleði. Þótt allt yrði frá mér tekið, þá myndi ég engu að síður varðveita hið bezta — sæla undrun yfir óendanlegum kærleika Guðs, yfir speki ráðsályktunar hans. — Saren Kierkegaard.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.