Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1961, Page 47

Kirkjuritið - 01.02.1961, Page 47
Bœkur. Oscar Clausen: Viö yl minninganna. Bókfellsútgáfan 1960. Þetta er þriðja bindi endurminninga þessa merka mannúðar- rnanns. Fyrri helmingurinn nefnist Dulmögn. Hann finnst mér merkastur. Þar eru 36 frásagnir af dulrænum fyrirbæn- um: hugboðum, berdreymi, skyggni og fleiru. Hvað sem þeir segja, sem svo að segja horfa alltaf í jörðina og vilja ekki annað sjá, er ótal margt, sem allur þorri manna verður meira og minna var við utan hins venjulega sjónhrings og ofar dag- vitundinni. Einstök leiftur, sem vekja grun um öll þau undur, sem vér eigum von um að sjá einhvem tíma. Hin mikla efnis- hyggjuöld hefur ekki getað þaggað niður raddir manna um þessa reynslu sína, enda ólíkt skynsamlegra að kynna sér dul- ræna hluti og leita skýringa á þeim, heldur en neita blákalt þeim staðreyndum, sem koma ekki heim við þá „kokkabók" heims- skoðunarinnar, sem menn vilja helzt leggja trúnað á. Sem bet- ur fer er líka þoka jarðhyggjunnar að greiðast. Sjónhringur vor fer sístækkandi og undrin blasa hvert öðru meira við aug- um vorum. Þótt sálvísindin hafi um skeið orðið í eftirdragi, eiga þau eftir að taka fjörkipp. I miðkaflanum skeiðar höfundur með lesandann milli nokk- urra góðbúa á Snæfellsnesi og ber þar ýmislegt á góma, eins °g gengur og gerist. Þá er langur kafli af séra Jens Hjaltalín. Óneitanlega er gaman að sumu í lýsingunni af þessum sérkennilega gáfumanni, sem naut almennrar hylli og að vissu leyti mikillar aðdáunar, þótt hann færi sínar götur og gæti verið afar smámunalegur. En mér finnst Clausen ekki takast eins vel að draga upp mynd séra Jens og hann eflaust hefur óskað og ætlað sér, enda væri það sennilega á fárra færi. Það vantar nokkuð af sálinni. Sem heild eru þessar minningar notalegur fróðleikslestur..

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.