Kirkjuritið - 01.10.1962, Blaðsíða 8
Kl RKJURITIÐ
342
eiginlegum skilningi. Hugtakið „liinn kosmiski“ Kristur bar
Jtar mjög á góma, og virtist áberandi sú skoðun, sem aðgreinir
verkanir andans og telur sig jafnvel geta greint þær fyrir ým-
iss konar áhrif heiðinna trúarbragða, en skilur þær frá endur-
lausnarstarfi Krists og lians sögulega persónuleika. En allt
slíkt virðist t. d. norska kirkjan eða fulltrúar hennar liafa átt
hágt með það að viðurkenna, samkvæmt sínum lútlierska skiln-
ingi, að l>ví er bezt verður ráðið af orðum Stöylens biskups.
ÍNýj u Delhi voru teknar inn í Alkirkjuráðið 23 nýjar kirkj-
ur; af þeim voru 11 frá Afríku og 4 orthodoksar kirkjur. Sögu-
legust þótti innganga rússnesk-ortliodosku kirkjunnar á þing-
inu. En það var rætt um inngöngu hennar strax í Amsterdam
1948, en á tíma Stalinismans var mjög erfitt að fá leyfi til
slíkra sambanda. Og það er heil röð ýmiss konar atliafna og
atvika, eiginlega löng saga, sem gerist áður en rússneska kirkj-
an fær að stíga þetta þýðingarmikla spor til samstarfs og ein-
ingar við kirkjur hins vestræna lieims og annarra landa með
ólík sjónarmið og ólíkt skipulag því, sem viðurkennt er í Sovét.
Má vafalaust telja innlimun þessarar kirkjudeildar í Alkirkju-
ráðið miklu þýðingarmeiri viðburð en í fljótu bragði kann að
virðast, og einn af merkustu atburðum ársins 1961 í alþjóða-
málum. Þarna hefur kirkjunni raunverulega tekizt að rjúfa
járntjaldið, liverjar svo sem afleiðingar þess verða.
Um þetta fórust aðalritara Alkirkjuráðsins orð á þessa leið
við opnun þingsins:
„Oss býðst nú voldugt tækifæri, til að tryggja andleg
samskipti milli austurkirkjunnar og þeirra kirkna, sem
eiga uppruna sinn í vestri. Ef við grípum þetta tækifæri, þá
verður það ekki til að auðvelda verkefni Alkirkjuráðsins, en
samt sem áður mun það auðga það að miklu. Vér þurfum
aukins innri kraftar, ekki svo mjög til að jafna hinn forna
ágreining milli austur- og vesturkirkjunnar, lieldur einnig nú-
tíma andstæður í pólitískum átökum austurs og vesturs. En
Iiversu mikinn rétt höfum vér til að blanda oss í þann vanda,
verði hann á oss lagður. Vér getum aðeins beðið Guð, að gjör
ast verð svo þungrar ábyrgðar“.
Til að sýna, live verkefni þingsins voru yfirgripsmikil, má
nefna, að þar voru rædd málefni og lagðar fram skýrslur iuu
vandamál Angola, aðild kínverska þjóðveldisins að Samein-