Kirkjuritið - 01.10.1962, Blaðsíða 12

Kirkjuritið - 01.10.1962, Blaðsíða 12
Gunnar Árnason: Pistlar Endurreisn biskupsstólanna Seimilega á það ekki langt í land að Islandi verði skipt í þrjú biskupsdæmi. Þennan spádóm má rökstyðja með murgu. Þótt nú sé liðin meir en hálf önnur öld, síðan þjóðin komst í þá bóndabeygju, að síðustu biskuparnir liörfuðu frá Skál- liolti og Hólum, befur hún aldrei sætt sig við þá afturför og niðurlægingu. Sízt síðustu áratugina, síðan benni óx mestur fiskur um brygg á nýjan leik. Alla þessa öld bafa margir menn í ræðu og riti barizt fyrir endurreisn beggja stólanna. Að vísu hafa oft verið gerð ýmiss hliðarliopp í málinu og stungið upp á nokkurs konar miðlunartillögum, sem talið liefur verið að auðveldara yrði að koma strax í framkvæmd. Til þess má telja þær ráðagerðir, að biskup Norðanlands sæti á Akur- eyri, eða vígslubiskupar á báðum stólunum. Hvorugt á hljóm- grunn í brjósti almennings að vonum. Hvort tveggja og ann- að ámóta er vandræðalausn. Og óþarft. Þjóðin er fjölmennari og auðugri en nokkru sinni fyrr. Henni fer sífjölgandi og hún ætti líka að efnast að sama skapi, ef rétt er haldið á spilunum. Sú umbót, sem bér er nefnd, er bæði þarfleg og krefst ekki þess kostnaðar að í hann þurfi að liorfa. Þörfin skapast af því að landið er alltof stórt til að vera eitt biskupsdæmi. Þrátt fyrir umbylting samgangnanna vinnst einum biskupi ekki tími til að vera „tilsjónarmaður“ presta og safnaða um allt land, í lúterskum skilningi. Um langan aldur mun Jón Helgason einn liafa komið því í verk, að vísi- tera alla söfnuði landsins í sinni biskupstíð. Flestir aðrir komast ekki yfir nema í mesta lagi eitt til tvö prófastsdæmi árlega, þegar bezt lætur. Raunar munu embættisstörf biskups vera ærin daglega,

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.