Kirkjuritið - 01.10.1962, Page 14

Kirkjuritið - 01.10.1962, Page 14
KIRKJURITIÐ 348 ast: Þrátt fyrir alla skóla ojj; stofnanir, sem rísa kunna upp í Skálholti og Hólum, verða þeir staðir aðeins skuggar hins liðna, á meðan þeir eru biskupslausir. En með nýjum biskups- stólum rísa þeir upp í endurnýjungu lífdaganna. Og það er það, sem þjóðin vill og kirkjan þarfnast. Óþolandi ranglæti Oss Islendingum hlöskrar að lesa um ýmiss konar ófrelsi austan járntjalds, sem er almenningi þar harður fjötur um fót. Finnst að vér gætum ekki unað öðru eins og hlytum að rísa gegn því, hvað sem það kostaði. Oss liryllir líka við að lesa sumar frásagnir af samskiptum hvítra manna við Svertingja í Ameríku. Dæmum hinar og þessar aðfarir í þeiin málum ekki mannsæmandi. Óþarft er að minna til viðhótar á að- gjörðir Portúgala í Angóla, meðferð spönsku stjórnarinnar á mótmælendum og annað jiessu h'kt. Vér göngum sjálfir með bjálka í augum. Mörgum þjóðum mundi finnast skattalöggjöf vor og framkvæmd hennar oss til óþolandi vansæmdar, enda hróplegt ranglæti og sívellandi siðspillingaruppspretta. Árlega liella menn úr skáluin reiði sinar, eða liafa það að nöprum gamanmálum, þegar útsvars- og skattskrárnar koma fyrir augu þeirra. Lang mestum hluta þjóðarinnar finnst þá, að hann hafi verið svo liart leikinn og beittur svo mikluni órétti, að hann geti raunar varla trúað því. En af því að liann er orðinn þessu vanur, þagnar hann von bráðar og þraukar eitt árið enn. En einlivern tíma sýður upp úr. Hér er engum einum stjórnmálaflokki um að kenna, hvað þá einstaklingi. Sökin er að vissu leyti mest hjá verkalýðnum og launafólk- inu, sem lætur sér lynda að verða að hera hér þyngstu byrð- arnar, vegna j>ess að framtalsskylda þegnanna er ekki með sambærilegum liætti. Margur verka- og launamaður kemst ekki hjá að telja frani allar tekjur sínar, en hefur ekki rétt til að færa neitt, sem lieitið geti til gjalda. Flestir aðrir þ. á. m. allir atvinnurek- endur, ýmsir okkar embættismannanna og sjálfir löggjafarnir mega telja liina og þessa kostnaðarliði til frádráttar.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.