Kirkjuritið - 01.10.1962, Blaðsíða 23

Kirkjuritið - 01.10.1962, Blaðsíða 23
KI RKJURITIÐ 357 máttugum guðsmönnum, og þess vegna eykst í velgengninni siðspilling, afbrot ungmenna, glæpir, drykkja og svall, laus- ung og óheiðarleiki í fjármálum og viðskiptum. Enginn Jó- hannes skírari, sem greiðir götu drottins, enginn Jeremía eða Amos, og enginn Stefán lieldur, að okkur finnst að minnsta kosti, en Guð fyrirgefi okkur, ef við fellum liér ranga dóma. Einstaklingar geta verið fátækir í auðlegð sinni, og þjóðir geta verið andlega fátækar í velgengninni. Aðeins sá einstakl- ingur og sú þjóð, sem reisir hús sitt á bjarginu, er örugglega grundvölluð. Um lærisveina Krists, sem áður höfðu verið kjarklitlir og hálf hræddir, er þetta sagt: „Allir þessir voru með einum huga stöSugir í bœninni.ií Og þá gerðist livítasunnu-undrið. Það var vorregn kristninnar, senx gaf mikinn andlegan gróður og nxikla sigra. „Biðjið drottinn xim regn,“ segir spámaðurinn. Hann veitir vorregn og liaxxstregn á réttum tíma; helliskúrir og steypi- regn gefxir liann þeinx, hverri jurt vallarins.“ Vantar kristnina ekki einnxitt haustregnið. BiSjiS drottinn um regn, segir spámaðurinn. Eigunx við að voga slíkt? Meg- unx við vera að því að biðja? Trúum við á bænheyrslu? Það er allt á okkar valdi, hvort við fáum eldhuga, hvort við fá- um hið andlega haustregn, fáxjm siðbót og vakningu í landinu. Ekki stendur á lionunx, senx sigurinn gefur. Söguskoðun A. Toynbee’s (lIr bréfi er hann ritabi í enskt blat) 20. 1. 1961) 1. Vér konxumst lítt til skilnings á nxannlífinu með því að hinda oss einvörðungu við efnisleg liugtök; vér verðum jafn- hliða að gera ráð fyrir andlegri staðreynd, sem vér eigum hlut- deild í, en nær jafnframt út fyrir vort eigið líf. 2. Einuixgis út frá þeinx skilningi getum vér leitað meining- ar í sögunni, þótt í ófullkonxinni nxynd sé og sífelldra breyt- mga uixdirorpin, sakir nýrrar þekkingar.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.