Kirkjuritið - 01.10.1962, Qupperneq 26
KIRKJURITIÐ
360
dóníu. Hún hét upphaflega Krenides og var þekkt vegna gull-
og silfurnáma í Pangeon-fjöllum, sem eru í námunda við
liana. Filippus Makedóníu-konungur vann borgina, til þess
að eignast námurnar og kallaði hana Krinides Pliilippí, eða
Sesareu Filippí. Árið 42 biðu morðingjar Sesars, Brútus og
Kassíus þarna mikinn ósigur í orrustu við Antóníus og Okta-
víanus. Síðar gerði Ágústus borgina að rómversku skattlandi.
Var þá nafn liennar Kólonía Ágústa Filippensis.
Þegar þeir Páll og samstarfsmenn lians, hafa livílzt nægi-
lega eftir ferðina, fara þeir að kynna sér borgina nánar. Þeim
verður fljótt ljóst, að fátt er um Gyðinga í borginni, og veldur
því einkum það, að hún er setuliðsborg. Þar er mest af Róm-
verjum og Grikkjum. Vegna þessa fámennis Gyðinganna, eru
þeir ekki færir um að eiga sér sérstök samkunduliús. Þeir
verða að láta sér nægja bænahaldsstaði, sem eru þannig, að
guðsþjónustan fer fram undir berum himni, eða þá að það
eru litlir salir. Þar sem Gyðingar vorn liér meðal útlendinga,
völdu þeir bænahaldsstöðum sínum aðsetur nálægt sjávar-
strönd, eða þar sem var rennandi vatn, til dæmis á fljótsbakka.
Gerðu þeir það til þess að geta fylgt hreinsunarsiðunum sam-
kvæmt lögmálinu. Enn fremur var meiri lduta borgarbúa
ekkert um það að Gyðingar liefðu samkomustaði sína innan
múra borgarinnar.
Loks kom hvíldardagur. Þá var upp runnin sú stund, sem
Páll taldi lieppilegasta til að taka til starfa. Hann gengur,
ásamt samstarfsmönnum sínum, út fyrir borgina og á bakka
árinnar Gangítes. Þeir koma til bænahaldsstaðar, þar sem
margar konur eru saman komnar, aðallega Gyðingar, en einn-
ig fáeinar rómverskar og grískar konur. Páll og félagar lians
gefa sig á tal við þær. Og aðkomumennirnir setjast. Stutta
stund er rætt saman, aðallega til fyrstu kynna. En svo tekur
Páll einn orðið og fer að kenna. Af brennandi eldmóði flytur
hann boðskapinn um það, að hinn langþráði Messías liafi nii
þegar lifað, starfað og látið líf sitt á krossi til lausnargjalds
fyrir marga. Hann segir frá kenningu Krists og kraftaverkum
lians. Áfram heldur hann með vaxandi ákafa og áheyrendurnir
hrífast með. Frásögnin verður æ stórfenglegri. Nú segir liann