Kirkjuritið - 01.10.1962, Side 27

Kirkjuritið - 01.10.1962, Side 27
KIRKJURITIÐ 361 frá krossfestingunni á áhrifamikinn hátt. Enn er stígandi í ræ8u kristniboðans mikla, þegar liann fer að ræða um upp- risuna. Svo kemur að lokaatriðum, þegar Páll segir frá sinni óviðjafnanlegu trúarreynslu og straumlivörfunum í lífi sínu, eftir að liann hafði sannfærzt um, að Kristur var upprisinn frá dauðum. Og nú er Ivristur honum lífið, og dauðinn ávinn- ingur. Það er eins og leiftri af liverju orði ræðumannsins. Meðal kvennanna, sem þarna lilustuðu á Pál, er kona, sem heitir Lýdía frá borginni Þýatíru, auðugri verzlunarborg. Orð Páls hafa svo undursamleg áhrif á þessa konu, að hún býður honum og félögum lians heim til sín og lætur skírast ásamt heimilisfólki sínu. Pessi dagur var sannkallaður fagnaðardagur í lífi allra þeirra, sem þarna koma við sögu. Og þetta var einnig stórkost- legur dagur í sögu Evrópu. Hér hafSi fariS fram fyrsta skírn í Evrópu, sem nákvœmar sagnir eru af, — og kristniboSiS hef- 11 r í fyrsta skipti fengiS þak til aS dvelja undir í Evrópu. Eins konar frum-kristniboSsstöS er þar meS stofnuS í Evrópu kring- um áriS 50 e. Kr. Eftir að þessi heims-sögulegi atburður liafði skeð í Filippí, <lvelur Páll og flestir félagar lians þar aðeins nokkra daga í viðbót. Þeir þurfa þó ekki að hraða sér burtu vegna þess, að ekki sé nóg handa þeim að starfa eða að viðurværi þeirra sé þeim kostnaðarsamt. Lýdía var purpura-sölukona, vel efnuð. Purpurasala var ábatasöm verzlun og Lýdía var einmitt úr í*ýatíru, þar sem purpuraiðnaður var á háu stigi. Hún hafði þess vegna alveg sérstaklega góð verzlunarsambönd. Hún sá fyrir Páli og félögum lians, meðan þeir voru í Filippí, þeim að kostnaðarlausu. Meðan Páll og félagar lians dvöldu í Filippí, notuðu þeir tíniann og tækifærið til liins ýtrasta við boðun fagnaðarerindis- ms. En á bænahaldsstaðnum og á heimili Lýdíu var sleitulaust nnnið að kristnihaldi og stofnun safnaðar. Morgunroði krist- ínnar trúar í Evrópu Ijómaði í austrinu. Ðrottinn, vísa inér veg Jiinn og ger niig fusa til ad fara hann. — Birgitta. bað er hetra að tendra hvaá lítiiV ljós sem vera skal, en liölsótast yfir 'nyrkrinu. — Konfucius.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.