Kirkjuritið - 01.10.1962, Blaðsíða 29

Kirkjuritið - 01.10.1962, Blaðsíða 29
KIRKJURITIÐ 363 því lélegasta, sem frá henni kann að hafa komið um aldirnar. En sé farið að ræða um viðhorf kirkjunnar til spiritismans og guðspeki, er vert að spyrja einnig: Geta spiritistar og guðspek- ingar hafnað kirkjunni? Ég var í æsku nemandi próf. Haraldar Níelssonar og þekkti hann vel. Það var lians von, að einmitt spiritisminn myndi opna augu manna fyrir gildi kristindóms- ms, og kirkjunnar. Hann átti jafnvel von á því, að spiritistar yrðu kirkjuræknari en aðrir menn. Að sumu leyti rættist sú von, að bæði spiritistar og guðspekingar leggðu fram sinn skerf. Ég minni t. d. á sálma, sem Sig. Kristófer Pétursson, Jakob Smári, Valdimar Snævarr og Einar Kvaran hafa lagt fram til Sálniabókarinnar. En ég vona, að enginn móðgist af því, þótt eg segi, að bæði guðspekingar og spiritistar gætu lagt sig meira fram í guðsþjónustulífi kirkjunnar en þeir gera. Þar fara fram andlegar æfingar, og trúarbragðafræðsla, og samvistir við söfn- u®, sem áreiðanlega er stærri en sá, sem vér sjáum með líkam- ans augum. Jakob Jónsson. GAMLAR VÍSUR ÆSir fjúk um Ýmis búk, ekki er sjúkra veSur, klœSir hnjúka hríS ómjúk hvítum dúki meSur. Ljósavatnssystur. Margt er þaS, sem beygir brjóst, brattan geng eg raunastig. Kristur, sem á krossi dóst, kenndu nú í brjóst um mig. Húsgangur. Þótt eg fótinn missi minn, mín ei rénar kœti; hoppaS get eg í himinninn haltur á öSrum fœti. SigurSur Pétursson.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.