Kirkjuritið - 01.10.1962, Síða 35

Kirkjuritið - 01.10.1962, Síða 35
KIRKJURITIÐ 369 talsins, þar á nieðal einn hóp, sem að mestu var skipaður kon- um og annan með amerísku ungmennunum. Tryggði þessi niðurskipting fulltrúanna í smærri hópa virkari þátttöku hvers einstaks þeirra og þar af leiðandi meiri árangur. En auk þess var önnur niðurskipting, þar sem farið var eftir landssvæðum. En á mótinu voru fulltrúar úr öllum landsfjórðungum. Að þessu loknu voru bornar fram kaffi og kökur, en matur allur var afbragðsgóður. Annaðist séra Guðmundur Óli Ólafsson á Torfastöðum síðan kvöldbænir, áður en gengið var til náða. Næsta morgun stjórnaði séra Magnús Guðmundsson, Set- ltergi Biblíulestri og annaðist lielgistund. Síðan flutti séra Garðar Svavarsson framsöguerindi, þar sem bann ræddi um asskuna og æskulýðsfélög kirkjunnar. Hann vakti atbygli á því, að margt virtist benda til þess, að kirkjan væri að missa tökin og verða undir í baráttunni um mannssálina. Nauðsvn- legt væri því, að befja starfið meðal hinna ungu, og sæist bezt 1 starfi stjórnmálaflokkanna, hversu mikla áherzlu þeir legðu é unglingafélög sín. Kirkjan liefur liaft sína möguleika um ablarraðir og nær enn til barna allt frarn að fermingaraldri. «En bvers vegna missum við af þeim, þá þau þykjast fólk?“ spurði ræðumaður. Hann liélt áfram og varpaði fram þeirri spurningu, bvort reynandi væri að fylgja tízkunni og efna til dansleikja og annars slíks, en svaraði sér sjálfur og sagði: „En þá er það ekki kirkjan, sem nær til æskunnar og nær henni til sín, heldur æskan, sem gefur tóninn og breytir þeim salar- bynnum, sem kirkjan býður, í skemmtistaði sína. Pörin kæra sig ekki um að láta okkur fylgja sér lieim! Hættan er, að við leiðum þau ekki til Krists, lxeldur út í glauminn fyrr en ella, ef slíkir dansleikir eru fyrir börn á fermingaraldri. Öðru máli gegnir vitanlega með eldri æskulýðsfélaga“. Séra Garðar benti á, að með kynþroskaskeiðinu liefst önnur fæðing, þá vilja ung- töennin eignast sjálfstæða tilveru, fara út af heimilunum og tnynda klíkur kaldra krakka, sem eru uppistaðan í velmegun sjoppueigendanna. En þetta allt er aðeins veik skurn, sem uauðsynlegt er að ná inn úr í fiskinn, áður en skurnin er ein eftir og liusjónirnar brostnar. „Eftir þessum megum við ekki bíða“, lauk ræðumaður orðum sínum, „og við erum liingað komin í dag til þess að ræða, bvaða aðgerðir eru vænlegastar til bjálpar“. 24

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.