Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1962, Qupperneq 42

Kirkjuritið - 01.10.1962, Qupperneq 42
INNLENDAR F R É T T I R Frú AuSur Gísladóttir ekkja Árna prófasts Jónssonar, andaðist 27. júlí s. 1. Hún var fædd 1. 3. 1869. Séra Ingimar Ingimarsson var kosinn lögmætri kosningu á Húsavík. Hann liefur nú heiðzt undan skipun og situr kyrr á Sauðanesi. Sunnudaginn 2. sept. s. I. vígði biskup Islands cand. theol Pál Pálsson aðstoðarprest séra Jónasar Gíslasonar í Vík í Mýrdal. ASalfundur Kirkjukórasambands Islands. (Fundargerð, lítillcga stytt). Fimmtudaginn 21. júní 1962 var aðalfundur Kirkjukórasambands Islands settur og haldinn í fyrstu kennslustofu Háskólans í Reykjavík. Formað- ur sambandsins, Jón ísleifsson organisti, setti fundinn og bauð fundar- menn velkomna. Nefndi hann sem fundarstjóra séra Þorgrím Sigurðsson Staðastað, en hann nefndi til að rita fundargjörð séra Magnús Guðmunds- son Ólafsvík og Pál H. Jónsson Reykjavík. Formaður flutti skýrslu stjórnarinnar. Starfsemi Kirkjukórasamhands íslands var með svipuðu móti og áður. Aðalkennari sambandsins var Kjartan Jóhannesson og var starfsími hans hjá því sem næst 36 vikur og aðrir kennarar kenndu í 12 vikur. Sex kirkjukórasandiönd nutu söng- kennslu og innan þeirra 36 kirkjukórar. Þrír kirkjukórar voru stofnaðir á árinu, tveir í N.-Þingeyjarprófastsd., við Svalharðskirkju í Þistilfirði með 17. félöguin og við Víðihólskirkju með 9 félögum. Þriðji kórinn var stofnaður í Mýrdal, Söngfélag Sólheimakapellu, með 14 meðlimuni. í Kirkjukórasambandi íslands eru nú 206 kirkjukórar með nálægt 3500 meðlimum. Sex kirkjukóra-söngmót á vegum fimm kirkjukórasambanda voru hald- in á starfsárinu og að þeim stóðu 23 kirkjukórar með um það bil 650 söngmeðlimum. Fjárhagsáœllun ncesta árs. a. Tekjur: a. Tekjur: í sjóði ........................ _ 22759,73 Ríkisstyrkur ................. kr. 60000,00 Árgjöld ........................ _ 1500,00 Samtals kr. 84259,73 b. Gjöld: Söngkennsla ................... kr. 50000,00 Ferðakostnaður og dagpcn. .. _ 7500,00 Sími og burðargjöhl ........ — 1500,00 Ýmislegt ........................ — 3000,00 Eftirstöðvar ................... — 22259,73 Samtals kr. 84259,73 Fjórhagsáætlun þannig samþykkt samhljóða.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.