Kirkjuritið - 01.10.1962, Page 45
KIRKJURITIÐ
379
Altarisklæði hafa gefið systkinin Laufey, Svava, Þuriður, Guðrún, Bald-
ur og Jón Bjartmar í Reykjahlíð. Auk þess gefa þau í rainningu um for-
eldra og systur, tuttugu og fimm þúsund krónur.
Altarisdúkurinn er gefinn af Valgerði Sigfúsdóttur, Húsavík. Þar standa
og tveir þríarma Ijósastjakar. Þetta er minningargjöf gefin af hörnum Jóns
Einarssonar og Hólmfríðar Jóhannesdóttur, Reykjahlíð. Biblía a altarið
er minningagjöf um hjónin Ivristjönu Hallgrímsdóttur og Illuga Einars-
son gefin af sonum þeirra Óskari og Valgeiri í Reykjahlíð og konum
þeirra Sigrúnu Hallfreðsdóttur og Guðrúnu Jakobsdóttur.
Prédikunarstóllinn, sem er smíðaður af Jóhanni Hallgrímssyni, Reykja-
vík, er gjöf frá hörnum Jóns Ármanns Jakobssonar frá Grímsstöðum. Burt-
flutt sóknarfólk, húsett í Reykjavík gaf kirkjunni gólfdregil.
011 ljósatæki eru gjafir, stærstan hlut þar á kvenfélagið Hringur, svo
og kvenfélag Mývatnssveitar, og Menningarsjóður Kaupfélags Þingeyinga.
I efsta hluta kirkjuglugganna er litað gler. Það er gefið af Illuga Jóns-
syni á Bjargi.
Kirkjuklukkurnar eru gefnar af Kvenfélaginu Ilring, er það varð 60
óra á sumardaginn fyrsta s. 1.
Bræðurnir á Geiteyjarströnd, Sigurður, Jón og Jóliannes, liafa gefið
kirkjunni kr. 60 þús. í minningu um foreldra sína, Jóhannes Sigurðsson
og Guðrúnu Jóhannesdóttur, en fjölmargra annarra peningagjafa er ekki
rúm til að geta hér. Ótaldar eru iniklar vinnugjafir.
Fjölmörg áheit hafa og borizt kirkjunni víðs vegar að.
Pétur Jónsson í Reynihlíð flutti söguágrip kirkjunnar og þeirra presta
og prófasta, sem við hana hafa verið. Aðrir, sem tóku til máls, voru séra
Sigurður Guðmundsson á Grenjaðarstað, prófasturinn séra Friðrik A. Frið-
riksson, Jón B. Sigurðsson, Petrína Jakobsson og Sigurður Stefánsson og
sóknarpresturinn, séra Örn Friðriksson, sem flutti þakkir fyrir hönd kirkj-
unnar. Kirkjukórinn söng á milli þess, sem ræður voru fluttar og Sólveig
Illugadóttir á Bjargi söng einsöng.
Grafarneskirkja. — Laugardaginn 8. september s. 1. hlöktu fánar á ný-
reistri kirkju í Grafarnesi í Grundarfirði. Byggingarframkvæmdir hófust
sumarið 1960 og var þá gerður kjallari undir nokkrum hluta kirkjunnar,
en þar á að vera safnaðarheimili. Er þar stór salur, eldhús, geymsla og
snyrtiherbergi. Ellefu manna vinnuflokkur frá Alkirkjuráðinu vann um
þriggja vikna skeið að hyggingu safnaðarheimilisins, og varð hann að
miklu liði. Árið 1961 lágu framkvæmdir að mestu niðri, en á s. 1. vori
var aftur hafizt lianda við byggingu sjálfs kirkjuskipsins. Kont nú 15
manna flokkur frá Alkirkjuráðinu enn til liðs við okkur heimamenn og
vann við kirkjuhygginguna frá 6. til 27. júlí. Vann flokkurinn við móta-
uppslátt með smiðunum, steypti upp veggi kirkjunnar, gróf skurð fyrir
vatn og frárennsli o. fl. Þá komu nokkrir þátttakenda upp girðingu um-
hverfis nýreistan harnaskóla og greiddu þannig fyrir afnot hússins, en
vinnuflokkurinn hafði þar aðsetur og fundarstað. Hjónin Jónína Kristjáns-
dóttir og Jón Elbergsson sjómaður, lánuðu endurgjaldslaust eldhús
°g matstofu í húsi sínu til afnota fyrir vinnuflokkinn. Soffía Jóhann-