Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1963, Síða 10

Kirkjuritið - 01.01.1963, Síða 10
KIItKJUKITIM 4 skulum vér þakka fyrir oss og þá, sem skortir sæmilega siði. Því fyrirbænir eru ómissanlegur liluti af þjónustu vorri. IV En livað skal segja þegar Guð lieyrir ekki bænir vorar. forð- ar ekki frá styrjöldum, slysum og váleguin viðburðum? Hættir liann þá að vinna sitt verk eða vera miskunnsamur Guð? Nei, einnig á slíkum tímum vinnur Guð sitt verk, í sköpun og endurlausn. Um samhengi þjáninganna liöfum vér áður rætt á öðriiin stað. Guð vinnur sitt framandi verk (opus alicnum) einnig eftir að menn liafa sagt sig úr lögum við liann og neil- að' náunga sínum um réttlæti, sannleika og kærleika. En þá verður vilji lians ekki svo á jörSu sem á himni, lieldur verður liann ö8ru vísi á jörðu en á liimni. Það er ekki lians náðugi góði vilji sem verður í styrjöldunum, beldur lians framandi vilji, dómurinn, þar sem vér menn uppskerum það’, sem vér liöfum sáð — og saklausir ganga með sekum til uppskerunn- ar, þar sem báðir tilheyra seku mannkyni. Inn í þessa þungu reynslu befur undirritaður, ásamt eiginkonu sinni gengið og þolað slíka tíma með þjáðri og þrautpíndri þjóð árum sam- an — þar sem margir vor á meðal auðguðust á þeim árum, þótt aðrir ættu um sárt að binda. „Vort bold“ — þ. e. vor sjálfráða, eigingjarna eðlishneigð — vildi vafalítið iðnvæða bænalífið ef kostur væri, gera ]>að að iðnrekstri, tæknilegum, líkt kvikmyndum og útvarpi, eign- ast yfirnáttúrlegar tryggingar, sem nægðu vorri þjóð, hvernig sem öðrum vegnaði, eiga Guð, sem væri yfirnáttúrlegur for- stjóri, en ekki Faðir Vor. „Heimurinn og vort liold“ vill rjúfa samfélagið við Guð — eins og búið er að rjúfa samfélag vort við náttúruna. Hinn Guði-frásnúni lieimur rýfur samfélag for- eldra og barna, samfélag vina og ástvina, samfélag bjóna (eins og vér vitum að þetta samfélag er einatt rofið af áfengi og öðrum lijóna-djöflum). Þau máttarvöld, sem menn eiga í böggi við — eða þræla undir — eru sterkari en mannlegur máttur cinstaklinga. Og gegn sínuni eigin vilja eiga margir þátt í að magna þau. Bæði fyrr og nú liafa máttarvöldin — bæði bin félagslegu og and-félagslegu — tilhneigingu til að koma sér fyrir milli Guðs og manna og rjúfa samfélagið við liann. Það er aðeins í Jesú Kristi, Frelsara vorum að vér þekkjum

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.