Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1963, Síða 19

Kirkjuritið - 01.01.1963, Síða 19
K 1 H K .1 U H IT11) 13 liafi verið ofdrykkja að skapi, því að ekki dettur niér það í hug, lieldur til að leitast við að skýra, livernig hann muni liafa litið á þetta mál í aðalatriðum. Og ég held, að vér munum aldrei komast að neinni skynsamlegri niðurstöðu um áfengis- vandamálið fyrr en vér reynum að skilja sjónarmið lians. Jesús var ekki efnishyggjumaður fremur en nokkur annar mikill spámaður. Það var því ekki fyrst og fremst líkaminn, lieldur liin ódauðlega sál mannsins, sem hann taldi að lækna þyrfti. Ef sálin væri lieilbrigð og liefði náð réttum þroska og skilningi, væri ekki mikil hætta á, að maðurinn færi sér að voða í Jiessum efnum fremur en öðrum. Væri sálin hins vegar sjúk, hugmyndir manna um Guð og veröldina og allar mann- legar dyggðir rangar og öfugsnúnar, J>á gagnar ekki mikið að taka vínið af þeim: Það mundi þá bara fara eins fyrir þeim eins og fylliraftinum í sögu Pushkins: Hjálpir J)ú honum á hak á hrossið öðrum megin, dettur hann af baki hinum megin. Maður, sem er fullur ranglætis, kemst ekki hjá Jijáningunni. Hugsanlegt er, að áfengisbölið sé jafnvel tiltölulega meinlaus útrás á vanþroska og illum livötum mannanna. Þeir, sem eyði- leggja sig á drykkjuskap, virðast þannig fremja glæp gagn- vart sjálfum sér og sínum nánustu. En kynnu Jieir ekki í öðru tilfelli að hafa framið liálfu verri glæp gagnvart öðrum? Vínið kann í þessum tilfellum að vera eins konar öryggisventill, J>ar sem glötunaröflin, sem í oss búa meðan vér öðlumst enga æðri skyggni, mæða mest á oss sjálfum í stað Jiess að snúast út á við. Það var annars ekki ætlun mín að ræða þetta vandamál til nokkurrar hlítar í þessu sambandi. En slá má því föstu, að allar gjafir Guðs séu góðar, ef vér aðeins kunnum vel með þær að fara. Og gagnvart víninu liggur hættan alltaf inni í inann- inum sjálfum, sál lians. Það er oft einmanakennd mannsins og lítilmagnatilfinning, sein gerir hann veikan fyrir drykk. En J)á komum vér að því, sein fyrir j)jóðtrúnni vakir. Vínið hefur frá ómunatíð verið skoðað sem tákn gleðinnar. En svo mikil getur gleðin orðið, að menn Jnirfi ekki að drekka sig fulla. Ég lield, að á sælustu stundum ævinnar liafi enginn löng- un til þess. Það er gripið lil vínsins, Jiegar hina sönnu gleði Jtrýtur. En eigir J)ú gleði liugans og hjartans, gleði vitsins og tilfinninganna, liugljómun andans og kærleikans, J)á ert J)ú glaður vegna samfélagsins við drottin, þá verða öll vötn að

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.