Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1963, Page 21

Kirkjuritið - 01.01.1963, Page 21
Séra Sigurbjörn A. Gíslason: Utanfarir guðfræðinga um síöustu aldamót Unga kynslóðin, sem flýgur eða siglir í liópatali suður eða vestur um liöf, á vafalaust erfitt nieð að átta sig á þeirri ein- angrun, sem eldri kynslóðir bjuggu við öld eftir öld. Þeir, sem nú eru gamlir orðnir, muna þann tíma, er þeir fáu, sem komust „út fyrir pollinn“, voru kallaðir ,,sigldir“ — og kæmi það fyrir að sami maður færi oft „út til kóngsins Kaupmanna- liafnar“, var liann „stórsigldur“. Þótti sú ,,upphefð“ litlu minni en orða eða doktorsnafnbót. Sárfáir guðfræðingar vorir náðu þeim ,,nafnbótum“, aðrir en „Hafnar-kandidatar“, sem voru þó liarla fáir allt fram að 1892. Þeim fjölgaði um níu árin 1892—1907, en stórfækkaði úr því, og eru nú flestir horfnir fyrir löngu. Hinir, sem utan fóru, liöfðu oft lítið gagn af förinni, því að oftast fóru þeir „nestislausir“, eða höfðu engin meðmæli og engin erlend kirkjuleg tímarit lesið, og vissu því ekkert livert þeir áttu að snúa sér í erlendu landi til að kynnast kirkjumálum. — Sár- fáir ísl. prestar áttu nýjar trúmálabækur á erlendum málum um aldamótin. — Því var það, að þáverandi lector, Þórballur B jarnarson, gat um það í blaði sínu sem einstæðum tíðindum, að „sveitaprestur á Norðurlandi“ befði nýverið pantað 3 bæk- ur enskar um „heimspekilega guðfræði í trúarinnar átt“. (Sjá Kirkjublaðið 1896, bls. 80). Um utanfarirnar verða liér nefnd nokkur dæmi — öðrum til viðvörunar eða leiðbeiningar. Um 1890 fór sveitaprestur til Noregs að kaupa kirkjuvið. Kaupfarið, sem hann fór með, dvaldi um vikutíma í Stafangri. Aðventistar voru að halda þar ársfund þá daga, og er þeir fréttu að íslenzkur prestur væri farþegi með skipinu, sóttu þeir

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.