Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1963, Blaðsíða 21

Kirkjuritið - 01.01.1963, Blaðsíða 21
Séra Sigurbjörn A. Gíslason: Utanfarir guðfræðinga um síöustu aldamót Unga kynslóðin, sem flýgur eða siglir í liópatali suður eða vestur um liöf, á vafalaust erfitt nieð að átta sig á þeirri ein- angrun, sem eldri kynslóðir bjuggu við öld eftir öld. Þeir, sem nú eru gamlir orðnir, muna þann tíma, er þeir fáu, sem komust „út fyrir pollinn“, voru kallaðir ,,sigldir“ — og kæmi það fyrir að sami maður færi oft „út til kóngsins Kaupmanna- liafnar“, var liann „stórsigldur“. Þótti sú ,,upphefð“ litlu minni en orða eða doktorsnafnbót. Sárfáir guðfræðingar vorir náðu þeim ,,nafnbótum“, aðrir en „Hafnar-kandidatar“, sem voru þó liarla fáir allt fram að 1892. Þeim fjölgaði um níu árin 1892—1907, en stórfækkaði úr því, og eru nú flestir horfnir fyrir löngu. Hinir, sem utan fóru, liöfðu oft lítið gagn af förinni, því að oftast fóru þeir „nestislausir“, eða höfðu engin meðmæli og engin erlend kirkjuleg tímarit lesið, og vissu því ekkert livert þeir áttu að snúa sér í erlendu landi til að kynnast kirkjumálum. — Sár- fáir ísl. prestar áttu nýjar trúmálabækur á erlendum málum um aldamótin. — Því var það, að þáverandi lector, Þórballur B jarnarson, gat um það í blaði sínu sem einstæðum tíðindum, að „sveitaprestur á Norðurlandi“ befði nýverið pantað 3 bæk- ur enskar um „heimspekilega guðfræði í trúarinnar átt“. (Sjá Kirkjublaðið 1896, bls. 80). Um utanfarirnar verða liér nefnd nokkur dæmi — öðrum til viðvörunar eða leiðbeiningar. Um 1890 fór sveitaprestur til Noregs að kaupa kirkjuvið. Kaupfarið, sem hann fór með, dvaldi um vikutíma í Stafangri. Aðventistar voru að halda þar ársfund þá daga, og er þeir fréttu að íslenzkur prestur væri farþegi með skipinu, sóttu þeir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.