Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1963, Síða 38

Kirkjuritið - 01.01.1963, Síða 38
Páll Pálsson: Vatnsfjarðarkirkja Erindi flutt af Páli Pálssyni, hreppstjóra og safnaSarfulltrúa 29. 7. 1962 Núverandi kirkja var byggð árið 1911 og var byrjaði á smíð- um um vorið það ár. Teikningu af henni gerði Rögnvaldur Ólafsson húsameistari, en byggingarmeistari var Kristján Hólm, er áður liafði byggt íbúðarliúsið í Vatnsfirði, ásamt verkamönnum er að þessu unnu. Múrverk annaðist Sigurður Þorsteinsson frá Isafirði. Byggingu kirkjunnar var lokið síðla liausts, og fór vígsla kirkjunnar fram á jólum 1911. Byggingarkostnaður mun hafa verið um 8—9 þús. krónur. Árið 1932 fór fram veruleg endurbót á kirkjunni, var þá öll kirkjan þiljuð innan og máluð. Það verk annaðist Árni Ólafsson og Daníel Kristjánsson smiðir frá Isafirði. Kostnað- ur við þá endurbót varð um 1500 krónur. Aftur var árið 1951 liafin endurbót með málningu að innan o. fl. og kostaði sú að- gerð rúml. 1000 kr. Árið 1950 var kirkjan máluS utan, þak og veggir og gluggar. Vann það verk Ólafur J. Ólafs, nú læknir í Rvík, og kostaði það viðliald um 1150 kr. Á síðasta ári var kirkjan máluð utan og innan. Kirkja liefur staðið í Vatnsfirði um langan aldur. Björn Einarsson Jórsalafari, sem var um langt skeið böfðingi í Vatns- firði, lagði áreiðanlega grundvöll að fyrstu kirkju og kirkju- lialdi á Vatnsfjarðarstað, og byggði þar myndarlega kirkju og lagði lienni til miklar eignir, sem gerðu veg kirkjunnar meiri, og lagði grundvöll að því að gera Vatnsfjarðarstað að einum mest eftirsótta liöfuðbóli landsins um langt skeið, enda var Björn mikill böfðingi og kristinn maður og einn af beztu

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.