Kirkjuritið - 01.02.1965, Page 4

Kirkjuritið - 01.02.1965, Page 4
98 KIRKJUKITIÐ íneð ólíkindum, að' liægt sé að búa þannig uppi á fjöllum, sein á þessum árstíma virtust liarla eyðileg. En hægast er að verjast á fjallatindunum, þar er svalast og eins fer þá minnst af gróður- moldinni undir byggðina. Svipur landsins er nú, að minnsta kosti suins staðar, með mjög öðrum bætti, beldur en liann var á Krisls dögum. Þá voru víða áveitur, sem síðar eyðilögðust smám saman, svo að byggð var þar sem nú er að mestu leyti auðn. Þannig er borgin Cesarea kunn lir fornum sögum, en var fyrir löngu borfin af yfirborði jarðar. Alveg nýlega liefur þarna verið liafinn uppgröftur með þeim árangri, að þegar er búið að grafa upp virkisborg frá mið- öldum, sem krossfarar liöfðu reist sér, og mjög fróðlegt er að skoða. Rétt bjá er gamalt hringleikaliús frá Rómverjatímum. Þá var okkur sýndur nýfundinn steinn, þar sem á var letrað nafnið Pontius Pílatus, og er það eina samtímabeimildiu um nafn lians utan Nýja-Testamentisins. Við komum m. a. suður í eyðiinerkurborgina Beerslieba. Ný- legur uppgröftur liefur sannað fornar sagnir, sem liermdu að þarna liefði Abraliam búið. Með sama hætti hefur víðtækur uppgröftur staðfest fjölmargar aðrar frásagnir Biblíunnar. Ymsar minjar þarf ekki að grafa upp. Suöur við Dauðahafið eru t. d. fjallalilíðar úr salti og við stöldruðum einmitt rétt fyrir neðan þar sem eiginkona Lots sáluga gnæfir við liimin uppi á fjallsbrúninni, og er ekki um að villast, að liún er saltstólpi. Við tókum með okkur saltkristalla úr fjallslilíðinni, en hún niinnir mjög á Sveiflubálsinn bér suður við Krýsuvík. Lit- brigðin í lienni eru að vísu ekki vegna jarðelda lieldur marg- víslegra jarðefna. Þegar komið var nokkru norðar með Dauða- liafinu, þá er svipaðast því eins og menn væru að aka með lilíð- um fjallanna við Hvalfjörð. Við böfðum að sjálfsögðu mestan áliuga fyrir að sjá það, sem bundið er við sögu sjálfs trúarbragðaliöfundar okkar, Jesú Krists. Nú er ]>að svo, að Israel, sem við lieimsóttum cr einungis nokkur liluti af liinu gamla Gyðingalandi, og margt af því, sein mestur lielgidómur er yfir í okkar hugum, er utan Israels. Sain- komulagið milli nágranna þar syðra er slíkt, að þeir, sem koma í beimsókn til Israel, fá ekki með nokkru móti að fara yfir í

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.