Kirkjuritið - 01.02.1965, Page 24

Kirkjuritið - 01.02.1965, Page 24
118 KIRKJUItlTIÐ liugsa til þeirra fæðuefna, sem fara daglega til vígbúnaðar á þessum friðartímum, þótt um það bil lielmingur mannkynsins svelti. Það er meira en lítið bogið við það, live tiltölulega fáar og smáar ráðstefnur eru haldnar um lausn þess vandamáls móts við allar liinar, sem fjalla um vígbúnað og hernaðarbandalög. Kristur liélt því fram að sitt boðorð væri að mennirnir elsk- uðu Iiver annan. Vér eigum áreiðanlega langt í land, allir, að fylgja því lil fullnustu. Undirrót mannlegra atbafna er í hugum mannanna. „Þar eru uppsprettur Iífsins“. Þess vegna verður útrýming styrjald- anna að byggjast á að innræta ölluin bugarfar friðarins. Til þess þarf mannást. Sá, sem elskar meðbróður sinn, liyggur ekki á að drepa liann. Má ekki einu sinni til þess bugsa að aðrir drepi liann. Vér, sem daglega blustum á drápsfréttir eins og frásögn af íþróttamóti og finnst ekki öllu meira um svelti milljónanna en dálítið napurt þorrafrost, erum enn ærið vankristnir og menningarlitlir - ef segja á eins og er. Kirkjujcr'iSir fermingarburna Sá siður var liér áður um allt land að spurningarbörn komu til kirkju sinnar oflasl tvo vetur á undan fermingu. Voru börn- in spurð klukkustund eða rneira eftir messu, frá því nokkru eftir áramót og fram undir Hvítasunnu. Hefur bún fram á þennan dag verið fermingarliátíð til sveita. Þess má geta að margir prestar tóku börnin heim til sín í lok spurninganna og liöfðu þau bjá sér nokkra daga til að reka smiðshöggið á fermingarundirbúninginn. Nú er þessi fræðsla öll lausari í reipunum. Sumt liorfir þar samt aftur í rétta átt. Það mun verða æ almennara að prestar — einkum í þéttbýlinu — fái spurningarbörnin til að koina til messu ekki sjaldnar en annan hvern sunnudag. Foreldrar taka þessu vel, en sá er gallinn að fæstir þeirra koma nenia sára sjaldan — sumir ef til vill aldrei með börnunum. Þó eru ýmsir þarna sem annars staðar til fyrirmyndar, koma alltaf ef þeir geta, annað bvort eða bæði. Með því eru foreldrarnir

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.