Kirkjuritið - 01.02.1965, Page 30
124
KIRKJUIIITIÐ
svo er litið á, að liandayfirlagning biskupsins sé sérstaknr far-
vegur fyrir Guðs anda inn í líf viðkomanda.
Ferminguna framkvæmdu biskuparnir vfirleitt á vísitasíu-
ferðum sínum á nokkurra ára fresti á liverjum stað, — oft í
miklum fljótlieitum og auðvitað án sérstaks fermingarundir-
húnings, enda börnin oft mjög ung, en að sjálfsögðu áttu for-
eldrar og guðfeðgin að sjá um, að þau fengju kristilega upp-
fræðslu, — og með reglulegri þátttöku í messunni fengu ung-
mennin svo að sjálfsögðu smám saman einhverja innsýn í hinn
kristna boðskap.
Afstaða siðbótarmanna 16. aldarinnar til fermingarinnar er
svo nokkuð mismunandi.
Lútlier liafnaði fermingunni í raun, — m. a. af því, að liann
taldi liana í framkvæmd skyggja á skírnina. Margvísleg lijátrú
og liindurvitni, er upp liafði komið í sambandi við þessa atliöfn
í aldanna rás, var honum líka þyrnir í augum, og liann taldi
fermingarathöfnina bresta Biblíulegar forsendur. Hann viður-
kenndi t. d. ekki áðurgreindar frásagnir Postulasögunnar um
handayfirlagningu sem réttmætan grundvöll að byggja liér á.
Þar mun liann nánast bafa talið um að ræða sérstakar náðar-
gáfur, er einskorðaðar væru við postulana. Hins vegar lagði
Lúther mikla áherzlu á kristlega uppfræðslu ungdómsins, sem
alkunna er og nægir í því sambandi að nefna Fræði hans.
En ýmsir siðbótarmannanna voru ekki sama sinnis og Lútli-
er varðandi ferminguna, — það yrði allt of umfangsmikið að
rekja þá sögu hér, — en þróunin varð sem sagt sú, að innan
lúthersku kirknanna var fermingin brátt aftur upp lekin, —
í nokkuð breyttri mynd að vísu, og nú var meginálierzlan lögð
á undanfarandi fermingarfræðslu, þar sem byggt var fvrst og
fremst á Fræðum Lúthers, þólt margvíslega væri úr þeim
unnið og ýmislegt nýtt kæmi til, er stundir liðu frain.
Hér á landi vann Guðbrandur Þorláksson að endurupptöku
fermingarinnar, gaf út barnalærdómskver og leiðbeiningar fyrir
presta við fermingarundirbúninginn, og þótt ferming væri
ekki lögboðin, fyrr en með konunglegri tilskipun binn 9. júní
1741, þá virðist ferming almennt Iiafa farið fram í báðum ís-
lenzku biskupsdæmunum alla 17. öldina, og þá með svipuðum
hætti og almennt gerðist meðal mótmælenda, — á hana er