Kirkjuritið - 01.02.1965, Page 34

Kirkjuritið - 01.02.1965, Page 34
KIRKJURITIÐ 128 einnig á góma á síðustu prestastefnu, enda ekki að ófyrirsynju upp tekið, því að það niun mála sannast, að liöfuðnauðsyn sé, að meira samræmi verði komið hér á, — og varðandi undir- búningstímann, liygg ég að ýmsu leyti lieppilegast, að hann liefjist eftir áramótin, þar sem því verður við komið, og þá með því fyrst og fremst, að börnunum sé gert að sækja kirkju reglulega og jafnframt sé vikuleg samverustund, þar sem rætt sé sérstaklega um kirkjuhúsið, — messuna almennt og kirkju- legar athafnir, — og svo sérstaklega þá guðsþjónustu, sem hörn- in sóttu undanfarandi sunnudag. Fleiru mætti að sjálfsögðu koma að í þessum tímum, en liæpið að gera ráð fyrir veruleg- um heimaundirbúningi, vegna álags skólanna. Að loknum vor- prófum liefjist svo lokaspretturinn, er standi 2—3 vikur. Þá má gera ráð fvrir heimanámi og liafa börnin svo lengi daglega sem þurfa þykir, þar sem þau liafa ekki öðru námi að sinna þennan tíma. Mér er ljóst, að þessu yrði erfitt að koma við lijá þeim prest- um, sem liafa mörg hundruð fermingarbörn, en að öllu eðlilegu á þetta þó að vera framkvæmanlegt. Og það þarf að verða ljóst, að fermingarundirbúningurinn er annað en skólagangan og tekur sinn tíma. Geri allir prestar liér eittlivað svipaðar kröfur, þá fækkar og atliugasemdum, — og gagnvart þeim alls lierjar slappleika, er einkennir nútíma uppeldi, varðar miklu að kirkj- an láti ekki mótast þar af, lieldur sé mótandi afl, er liafi ein- liverja stefnu og þori að fylgja henni fram, en kaupi sér ekki stundarfrið með sífelldri eftirgjöf og eflirlæti. En það er efa- laust, að téður slappleiki á ekki lítinn lilut að æskulýðsvanda- málunum svokölluðu, sem nú er við að stríða. Það er nú einu sinni svo, að börn og unglingar þurfa taumliald af liendi upP' alendanna, ákveðna handleiðslu og leiðsögn, sem mjög skortn" á í okkar samtíð, — sumpart vísast fyrir álirif grunnfærinnar uppeldisfræði, — eða misskilda uppehlisfræði, sem talin liefur verið vísindi og þar með nánast óumdeilanleg lög. Nú má auðvitað segja, að ekki skipti liöfuðmáli, livenær ársins fermingarundirbúningurinn fer fram, eða liversu leng1 liann stendur, — heldur liitt livert inntak lians er. Að því hef ég þegar vikið og mun ekki fara ýtarlega út í það hér, en að

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.