Kirkjuritið - 01.02.1965, Page 36
130 KiKKjuniTia
ur var sagt aði auðvelda börnunum þátttöku í messugerðinni
og leiða þau til fullrar hlutdeildar í lífi kirkjunnar og þar er
sálmasöngurinn vissulega snar þáttur að Lútherskum sið.
En auk sálmabókarinnar sjálfrar, tel ég æskilegt, að í ferm-
ingarundirbúningnum kynnist börnin Passíusálinunum beint
og milliliðalaust. Þar er fólgið svo mikið af sígildum, kristnuni
lífsvísdómi, sem ómetanlegt veganesti er og mér finnst það bein-
línis tilbeyra kristilegri uppfræðslu íslenzkra barna, að þau
kynnist Passíusálmunum og handleiki þá.
Um ferniinguna sem slíka skal ég ekki fjölyrða mjög, umfram
það scm gert var liér að framan, cn sannleikurinn er sá, að ekki
virðist laust við, að guðfræðilegur skilningur á eðli fermingar-
innar sé nokkuð á reiki mcðal mótmælenda og liefur svo raunar
löngum verið.
Sumpart er fermingin einfaldlega skoðuð sem bátíðlegur
endir liinnar eiginlegu kristindómsfræðslu, og er það vísasl í
mestu samræmi við skoðanir Liitliers sjálfs, sem ekkert lagði
upp úr þessari athöfn, þótt bann liði hana á vissum forsenduni-
I öðru lagi er svo litið svo á, að með fermingarbeiti sínu sé
barnið að staðfesta skírnarheit sitt, það beit sem aðrir unnu
fyrir þess liönd, þegar það var skírt, — að það skyldi tilbeyra
Kristi, — vera Guðs barn.
I þriðja lagi er svo öll áberzla á það lögð, að það sé Guðs
lilutur í fermingunni, sem máli skipti. — Það sé liann sem í
fermingunni staðfesti barnið í skírnarsáttmálanum með anda
sínuni, — en ekki afstaða barnsins, yfirlýsing þess eða loforð
af neinu tagi, — og því hafa suniir lagt á það áberzlu, að livers
konar loforð af barnsins luilfu yrði felld niður úr fermingarat-
liöfninni.
Það rúmast ekki innan ramma þessa máls að ræða þetta
ýtarlega, en í rauninni virðist ekki fjarstætt, að fermingin geti
þýtt allt þetta, sem fram kemur í þeim þrem sjónarmiðum,
sem bér var að vikið. Ég fæ ekki séð, að þau þurfi endilega, að
útiloka livert annað: Fermingin á að vera hátíðleg atböfn með
belgiblæ, — það er Guðs blessun, sem þar gefst, en hún verður
barninu því aðeins að liði, að það vilji við henni taka. Já, eðli-
legast virðist að líta á fermingarathöfnina fyrst og fremst sem
bæn um blessun Guðs barninu til handa, — bæn um bjálp lians