Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1967, Blaðsíða 42

Kirkjuritið - 01.03.1967, Blaðsíða 42
KIRKJURITIÐ 136 guðstrúarmann í þeirri merkingu að liann tryði á vitandi afl að baki allra liluta. Trúarskáldið lýsir þessari vissu sinni á þennan veg: f hendi Guðs er liver ein tíð, í hendi Guðs er allt vort stríð, hið minnsta happ, hið mesta fár, hið mikla djúp, hið litla tár. Hverju orði er það sannara að hilið milli vor og Guðs er senni" lega sízt minna en milli eins ljósneista og sjálfrar sólarinnar. Vér getum því ekki lalað um liann cins og einhvern í næsta liúsi. Samt liafa spámenn og spekingar aldanna opinberað oss meira og minna um eðli hans. Engiim — að minni trú — meira og betur en Jesús Kristur, sem kennir oss að' kalla liann vorn himneska föður, því að ástin til alls sé ríkust í eðli hans. Það' er gott mannanna hörnum, því að ()essa þurfum ver mest með. Meðan ekki rísa upp rneiri spámenn en hinir fornu og neit'11 meiri og hetri Jesú Kristi, er auðsæilega skynsamlegast að halda sér við Guðstrúna — þótt ekki komi margt annað einiii? til, lienni til styrktar, sem liér verður ekki rakið. Kirkjan er félag allra, sem teljast vilja lærisveinar JesU Krists og hlutverk hennar er eins dagljóst nú og í upphafi- að flytja trúar- og siðaboðskap Jesú Krists og stuðla að ]>ví að andi lians gegnsýri mannlífið eins og auðið er. Hérlendis ráð'a allir livort þeir eru í þessu félagi eða ekkn en langflestir landsmanna eru meðlimir |>ess. IJað getur vel verið að einhverjir séu það óhugsað og eins og af vana. E'1 það eru undantekningar. Ég skal nefna þrjár af höfuð’orsök- um þess að Islendingar vilja almennt lialda uppi kirkjunni. Það hýr sama tilfinningin í næstum hverju brjósti og brýst fram í þessum hendingum: O, þá náð að eiga Jesú einkavin í hverri þraut. í öð’ru lagi er kirkjan vottur liins upprisna og formæland* þeirrar trúarvissu, að það er eilífð’ bak við árin. Er einstakl" ingnum annað mál mikilvægara?

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.