Kirkjuritið - 01.01.1969, Side 16

Kirkjuritið - 01.01.1969, Side 16
10 KIRKJURITIÐ sem fjötraðir fan<rar í myrkvastofu. Fjötrarnir eru þær jarð- nesku þrár o<í vonir, sem vér ölum með oss. Myrkvaklef- inn, þröngt og myrkvað sjálfið, sem hugurinn er reirður við. Kristur kennir oss livemig vér getum losað oss með því að fella af oss girndarfjötrana og brjóta gluggaop á myrkva- klefann, j)á veitist oss fagnandi útsýn yfir víðerni eilífðarinnar og dýrðarljóma alkærleika Guðs. Mér er fullljóst að engin lífsskoðun önnur en sú er liér getur, er í jafn mikilli mótsögn við j)á, sem nú ríkir, einkum eins og liún er túlknð í fjölmiðl- unartækjunum, þar sem þau reikningssjónarmið gilda, að vér getum lifað á brauði einu, og })ví meiru, })eim mun betur. Samt stend ég fastara á J)ví en fótunum að sú lífsskoðun, sem Kristur kom til að boða og dó til að staðfesta, er jafn sönn og gildandi nú og nokkru sinni áður. Og að allir, sem láta sér það hugarhaldið, ungir og gamlir, lieilir og sjúkir, vitrir og fávísir, prófgarpar eða prófleysingjar, geta lifað í J)eirri trú, og fundið J)ar í allri ringulreiðinni og villunni á okkar öld, rétt eins og áður í öllum kringumstæðum á fyrri tímum, J)á hugljómun og hugfró, sem ekki hlotnast með öðru móti. Jafnvel J)ótt svo liendi, eins og bæglega getur átt sér stað, að menningarskeið vort — og J)ar með talin kirkjan sem stofn- un, sé skjótt á enda runnið líkt og þau, sem áður voru, mun ljós Krists ljóma jafn skært og áður og lýsa Jieim, sem leita undankomu úr myrkrinu. Sannleikur máls lians mun leysa vanda J)eirra og sefa ótta þeirra, vekja vonlausum vonir, færa örvæntingarfullum fróun, og kveikja ást í brjóstum þeirra, sem eru kærleiksvana. Rétt eins og skeði fyrir tvö þúsund árum og á öllum öldum síðan. Þegar lokið var kvikmyndatöku minni í Landinu helga, gekk ég með vini mínum veginn til Emaus. Þeir vðar, sem enn lesa Biblíuna munið frásöguna af J>ví sem gerðist skömmu eftir krossfestinguna, er Kleofas, er stóð í einhverjum tengsl- um við fjölskvldu Krists, og vinur lians, voru á leiðinni frá Jerúsalem til Einaus. Og eins og óhjákvæmilegt var, ræddu |>eir sín á milli um þetta, sem skeð liafði rétt áður. Þá slóst J)riðji maðurinn í fylgd með þeim, varð })eim samferða og tók J)átt í viðræðunum. Þegar }>eir komu til ákvörðunarstaðar síns í Emaus, lögðu þeir, vegna þess livað orðið var framorðið, fast að honum að koma inn og borða kvöldverð með þeim.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.