Kirkjuritið - 01.01.1969, Page 22

Kirkjuritið - 01.01.1969, Page 22
16 KIKKJURITIÐ Frumvarpinu var vísað til löggjafarnefndar. Nefndin klofnaði um málið. Fjórir nefndarmenn: Þorsteinn B. Gíslason, Þórarinn Þórarinsson, Friðjón Þórðarson og Þórð- ur Möller, lögðu til, að þingið afgreiddi málið með eftirfar- andi dagskrá: Þar sem frumvarp um biskupa hinnar íslenzku þjóðkirkju liefur verið til umræðu á öllum þeim Kirkjuþingum, sem lialdin liafa verið frá því að þau voru upp tekin 1958, og skoð- anir þingmanna liafa einatt verið all skiptar um veruleg efnis- atriði frumvarpsins, svo sem tölu biskupa, afstöðu þeirra inn- byrðis og afstöðu biskupsdæmanna og takmörk, og ekki hefur verið leitað álits kirkjufunda úti um land í þessum efnum, ályktar Kirkjuþingið að vísa málinu til kirkjuráðs til könnun- ar á vilja prófastsdæmanna um takmörk hiskupsdæmanna og tölu biskupanna, ef henni skuli breytt, og að þeirri könnun lokinni verði málið lagt fyrir næsta nýkjörið Kirkjuþing, og tekur fyrir næsta inál á dagskrá. Hinn helmingur nefndarinnar: Jósefína Helgadóttir, Þor- hergur Kristjánsson, Bjöm Magnússon og Gunnar Árnason, lögðu til, að frumvarpið væri samþykkt með þessum breyting- um: 7. gr. Orðið „einnig“ falli niður 2. gr. Orðist svo: Takmörk biskupsdæmanna eru þessi: Reykjavíkurbiskupsdæmi nái yfir Reykjavíkurprófastsdæmi og Kjalarnessprófastsdæmi að Yestmannaeyjum undanskild- um, Hólabiskupsdæmi yfir Hólabiskupsdæmi liið forna, Múla- prófastsdæmin og Strandaprófastsdæmi, Skálboltsbiskupsdæmi yfir aðra landshluta. 3. gr. 3. liður: I stað „kennarar“ komi prófessorar. 5. gr. 1. liður orðist svo: Embættisskrifstofa Reykjavíkur- biskups er jafnframt skrifstofa kirkjuráðs. 2. liður orðist svo: Kirkjumálaráðlierra skipar lienni skrifslofustjóra (biskupsrit- ara) að fengnum tiRögum biskups. 3. liður í stað „skrifstofu kirkjuráðs“ komi: skrifstofuna. Síðasti liður faRi niður. 7. gr. 3. málsgrein orðist svo: Biskup getur tilnefnt prest eða prófast í biskupsdæminu sem varamann (officialis) sinn. 7 7. gr. Orðin: „3. gr. laga nr. 47 frá 6. nóvember 1907 um laun prófasta“ faRi niður.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.