Kirkjuritið - 01.01.1969, Side 20
14
KlltKJUltlTlD
lega, að' hann væri andvígur því ákvæði frumvarpsins, að bisk-
upum sé fjölgað í jirjá og telji tvo nægja.
Frumvarpið fer hér á eftir eins og kirkjuráð gekk frá Jní.
1. gr.
hiskupsdæini liinnar íslenzku þjóiVkirkju skulu vera þrjú, Reykjavíkur-
Skálholts- og Hólaliiskupsdæmi, og skulu biskupar sitja á stöðuin þeim,
seni biskupsdæmin eru við kennd. Kirkjumálaráðherra getur ákveðið, að
Hólabiskup skuli einnig liafa annað aðsetur í biskupsdæininu, ef meiri
liluti sóknarpresta og safnaðarfulltrúa biskupsdæmisins óskar þess.
2. gr.
Takmörk liiskupsdæmanna eru bin sömu og var til forna, en undan
Skálholti takast Reykjavíkur- og Kjalarnessprófastsdæmi og verða Reykja-
víkurbiskupsdæmi.
3. gr.
Forscti Islands veitir biskupsdæmi að undangengnu liiskupskjöri. l’rófast-
ar og þjónandi prestar hvers biskupsdæmis kjósa sér biskup. Kennarar
við Guðfræðideild Iiáskóla íslands, þeir er kjörgengir eru til biskups,
hafa kosningarrétt í Reykjavíkurbiskupsdæmi. Skipa skal þann er hlýtur
% atkvæða við biskupskjör. Nú hlýtur enginn það atkvæðamagn og skal
þá kjósa að nýju milli þeirra tveggja, sem flest hlutu atkvæði. Verði þeir
jafnir skal veita embættið þeim, sem eldri er í þjónustu kirkjunnar.
Kjörgengir eru allir þeir, sem fullnægja skilyrðum til prestsembættis í
þjóðkirkjunni, án tillits til þess, hvar búsettir eru. Kirkjumálaráðherra
setur ineð reglugerð fyrirmæli um framkvæmd biskupskosningar.
4. gr.
Biskupur eru sjálfkjörnir á Kirkjuþing, enda verði leikmannafulltrúum
á Kirkjuþingi fjölgað um 2. Biskupar eru forsetar þingsins á víxl eftir
þeirri röð, sem þeir koma sér saman um.
Biskupar eru sjálfkjörnir í kirkjuráð, en það skal auk þeirra vera
skipuð 4 niönnum, kjörnum á Kirkjuþingi. Skulu 3 þeirra vera leikinenn
úr sínu biskupsdæmi hver, en sá fjórði þjónandi prestur. Kirkjuráð fer
með umboð þjóðkirkju íslands úl á við og fyrirsvar liennar í þeim mál-
um, sem varða hana í licild. Reykjavíkurbiskup er forseti Kirkjuráðs.
5. gr.
Kirkjuráð liefur skrifstofu í Reykjavík og er liún jafnframt embættis-
skrifstofa Reykjavíkurbiskups. Kirkjumálaráðherra skipar henni skrif-
stofustjóra (biskupsritara) að fengnum tillögum liiskupa, en Kirkjuráð
ræður annað starfslið með samþykki ráðherra. Kostnaður við skrifstofu
Kirkjuráðs greiðist úr ríkissjóði. Hún annast afgreiðslu og fyrirgreiðslu
sameiginlegra mála kirkjunnar gagnvart stjórnvöldum og erlendum að-
iljum og rekur erindi einstakra Iiiskupsdæma samkvæmt tilvísun biskupa.
Biskupinn í Reykjavík liefur umsjón með skrifstofunni í umboði Kirkju-
ráðs.