Kirkjuritið - 01.01.1969, Blaðsíða 32
26
KIRKJUKITIÐ
að ástandið í Jjjóðfélaginu væri ekki verra en J)að er, ])ó að
eittlivað af þessum mönnum hefðu ekki tekið sæti á lögpjafar-
samkomunni.
Sá kunni prestur, séra Bjarni Jónsson í Reykjavík, var einu
sinni settur biskup um stuttan tíma. Sú saga komst á kreik,
að eftir að liann var búinn að vera dálítinn tíma á biskups-
skrifstofunni, hafi hann sagt:
„Hér er ekki farið með Guðs orð. Hér er talað um peninga.“
Ég lief ]>að fyrir satt, að á kirkjuþingi sé farið með Guðs
orð. En þar er að vonum, farið með fleira, jafnvel stundum
talað um peninga. Sumir segja, að kirkjuna vanti peninga. Ég
beld, að kirkjuna vanti menn, til viðbótar þessum 100, eink-
um unga menn, sem eru brennandi í andanum, liugsjónamenn,
sem vilja fórna kröftum sínum til að kenna fólkinu betri siði,
og sérstaklega til að leiðbeina binum ungu inn á þær götur,
sem þeir eiga að ganga. Þess er mikil þörf En um peningana
er það að segja, að krónurnar okkar eru orðnar ákaflega verð-
litlar nú í seinni tíð, og eiga jafnvel enn eftir að lækka í verði.
Og stórskáldið Einar Benediktsson sagði:
„Gengi er valt, ]>ar fé er falt.
Fagna skalt í bljóði.
Hitt kom alltaf liundraðfalt,
sem hjartað gall úr sjóði.“
Lí PO:
SPURNING OG SVAR
Þú spyr hví mér dveljist í grænum fjallafaðmi.
Eg brosi án þess að svara, því mér liggur allt í svo léttu rúmi.
Eins og ferskjublómið flýtur með straumnum og berst út í ókynnið.
á eg mér veröld, sem aðrir menn vita ekki af.
G.Á.