Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1969, Qupperneq 30

Kirkjuritið - 01.01.1969, Qupperneq 30
24 KIRKJUHITIÐ Aðfaranótt fyrsta starfsdagsins lá ég andvaka. IClukkan 5 um morguninn fór ég fram í stofu, og talaði við minn himn- eska föður. „Þú veizt það, góði Guð, að ég er í vanda stödd með tillöguna mína. Hún er hrein og bein. Fæ ég ekki alla prestana á móti mér með flutningi hennar? Á ég ekki að hætta við að leggja Iiana fram?“ Ég lagðist fyrir aftur. Ég hef ldotið að sofna, þótt mér fyndist ég alltaf vera vakandi. Klukkan var á sjötta tímanum og dimmt í herberginu. Þá lagði liirtu frá Imrðinni, og er ég lít þangað, sé ég að inn kemur vera, klædd dragsíðum livítum kyrtli, með hvítan dúk yfir liöfði. Hún gengur að rúmi mínu og segir við mig: „Ég er sendiboði; ég er kominn með kirkju- þingsmerkið.“ „Það er ánægjulegt,“ svaraði ég, „það lief ég aldrei séð.“ Sendiboðinn stendur fyrir framan rúmið mitt, með útréttar liendur og lieldur á liöfuðgjörð, en framan á henni er ílangt merki. Ég sest framan á rúmið mitt, tek við gjöfinni og fer að skoða kirkjuþingsmerkið. Byrja að skoða liægri ldiðina, eins og sendiboðinn rétti mér það. Merkið var mjög fallegt, þakið litlum, grænum, lifandi blöðum. Hann sagði að þessi hluti merkisins táknaði fyrsta Kirkjuþingið á þessu kjörtímabili, en merkinu væri skipt í þrjá hluta. Mið- partur þess, sem táknaði annað þingið, var líka mjög fagur, eins og sá fyrsti. En þegar ég skoðaði vinstri lilið merkisins, var þar aðeins gjörð, ofin úr grænu seglgarni. Ég leit upp til sendiboðans og sagði: „Hér eru engin hlöð. Þetta er svo ljótt. Af hverju er það svona?“ Sendiboðinn svaraði: „Þessi hlutinn er fyrir þriðja Kirkjuþingið, sem nú situr. Þú talaðir við Guð þinn, og ætlaðir ekki að flytja neina tillögu og vinna sem þér ber, svo að þú færð engin blöð á þennan hluta af merkinu þínu.“ Ég kallaði upp í örvæntingu: „Ó það er synd.“ Ég sat framan á rúminu mínu með útréttar hendur þegar ég rankaði við mér. Sendiboðinn var farinn með kirkjuþingsmerkið. Bóndi minn liafði vaknað, og spurði hvorl nokkuð væri að. „Það kom svo einkennilegt fyrir mig,“ svaraði ég. Ég hef víst kallað nokkuð liátt „Ó, það var synd.“ Já, það er synd að vinna ekki það verk, sem maður tekur að sér. Ég lagði tillögu mína fram á fyrsta starfsdcgi Kirkjuþingsins.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.