Kirkjuritið - 01.01.1969, Qupperneq 11
KIRKJURITIÐ
5
lengra út í geiminn, rannsökum sjálfan alheiminn og leitum
sælunnar að’ amerískum liætti. „Úð’um í oss matarleiða“ eins
og Shakspeare orðaði það svo sniðuglega, með æ meiri áfergju
og án nokkurra lioldlegra eða jafnvel siðgæðislegra hamla, en
i andlegri ördeyðu. Þetta ástand er bæði svo afskræmilegt og
sorglegt í sömu andránni að' það lokkar mig ýmist til að
hlægja hástöfum eða fær mig til að lilakka til að ég er senn
úr leik — eins og verður eftir áratug eða um ])að bil. Ég verð
hálfsjötugur á þessu ári og fer þá í fullnaðarrannsókn
(N.T.B.R.). Þá mun einhver stórsnjall og geysi lærður læknir
skoða mig að utan og innan og úrskurða af feikilegri speki og
niannúð, hvort vert sé að setja mig lengur á. Eins og ég sagði
vex mér ýmist fáránleiki alls þessa í augum eða mig dauð-
langar að liverfa lir svona óskvnsamlegum lieimi.
Nii leyfi ég mér að' lialda af þessum breiða grundvelli á
þrengra svið og liugleiða lítillega ástandið í þessum forna liá-
skóla, sem ég fyrir kjörs sakir er skamma hríð viðriðinn.
Stúdentar í þessum háskóla eins og í öðrum háskólum eiga
mests eftirlætis að fagna í velferðarríki voru. Þeim er ætlað
að vera vaxtarbroddur framfaranna. Njóta aðdáunar sér eldri
ntanna, sem kosta þá og bera á þá lof. Þeir eru hinir útvöldu,
seni með djörfung og sigursæld munu hera kyndil framfaranna
inn á svið dýrðlegrar framtíðar, er blasir opin við þeim. Nú
er það af mér að’ segja, að sá lilutur er ekki til, sem ]>eir
kynnu að fremja í uppreisnarliug eða til andmæla gegn þeim
venjum og því gildismati, sem komist hefur á í því spillingar-
svaði og þeirri andlegu eymd, sem við lifum í — að hann
vekti ekki samúð mína að einhverju leyti, eða að minnsta kosti
skilning minn, jafnvel þótt svo langt væri gengið að í því
fælist, að þessi mikilfenglega bygging, sem vér enim stödd í
væri sprengd í loft upp. En hversu óendanlega hörmulegt, og
þó um leið vitfyrringslega hlálegt, er það ekki, að uppreisnar-
hugur þeirra skuli brjótast út í kröfum um krúsir og pillur,
sem hjálparleið til þess auðvirðilegasta sjálfsflótta og taum-
leysis, er nokkru sinni hefur þekkst. Hér er um að ræða eitt
þeirra dæma, sem skopskyggnum sagnfræðingi hlýtur að vera
vel að skapi. Allt er þannig í pottinn búið að sköpunargáfa
æskunnar geti leyst hlutina úr læðingi á undursamlegan liátt:
vér væntum mikilla listaverka; djarfrar og stórhuga sóknar