Kirkjuritið - 01.01.1969, Page 52

Kirkjuritið - 01.01.1969, Page 52
46 KIltKJUIiITIÐ Og það' er fullyrt að „svo sem maður sáir, það niun liann og upp- skera“. Ekki eru bornar brigður á Guðs- sonareðli og lign frclsarans, eða að Guð sé allt í öllu. Lögð er rík áberzla á fra.nttalds- lifið og að möguleiki muni vcrðt. á víðtæku sambandi við æðri heima alveg á næstunni. Jafnvel næstu dögum. Þess er gott að vænta, ef svo verður. Og þótl það dragist, afsann- ;.r það ekki að kærleikurinn er mestur í heiini. Og andlegur þroski æðra og nauðsynlegra markmið en auðsöfnun og skemmtanir. Að ekki sé nú lalað um stríðsæðið, sem margar þjóðir eru nú haldnar af. ERLENDAR FRÉTTIR Kirkjurnar í Ballisku löndunum eiga í vök að ver jast segir Sture Gustaf- son, sæuskur blaðamaður, sem var þar á ferð sl. sumar. Fólkið hefur að vísu lagalegan rétt til að halda guðsþjónustur en það er litið hornauga, ef það gerir það. Menutamenn og einhættismenn sæta tortryggni og geta ekki vænzt þess að fá hetri stöðu, séu þeir tiðir kirkjugestir. Flokksbundnir kommúnistar tclja sig allir trúleysingja. Erkihiskupinn í Tallin fékk ekki leyfi til að sækja alkirkjuþingið í Upp- sölum sl. surnar. Ástæðan var sú að einn lielzti aðstoðarmaður lians, gerðisl landfiótta er hann sat fund í Alkirkjuráðinu í Genf. 1 nýjum hegningarlögum. sem gengu í gildi í A.-Þýzkalandi 1. júlí sl. segir að óheimilt sé að ráðast á nokkurn, né smána hann sakir þjóðernis, kynflokks, trúarjátningar né hcimsskoðunar, eða vegna stéttar hans og stöðu. I 133 gr. laganna er iögð allt að tveggja ára frelsissvipting, einnig refsibætur eða opinber smán, við því hvort heldur að neyða einlivern til að taka þátt í trúarathöfn, eða hindra hann í því. Einnig liggur liegning við því að trufla helgiathafnir á Iöghelgum stöðum og virðingarlausU framferði við guðsþjónustur. Þá er prestum heimilað að neita að vitna fyrir rétti um það, sem þeim er trúað fyrir sem sálusorgurum. Þrátt fyrir þetta berast stöðugt fréttir um að prestar eigi í vök að verjast í A.-Þýzkalandi og rnjög sé barist gegn kirkjulegum áhrifum. Og hamlað gegn sambandi kirkjunnar við aðrar erlendar kirkjudeildir. Meðlimum kirkjunnar hefur farið fækkandi á síðustu áratugum. Sanit eru til nokkrir áhugasamir söfnuðir og þróttmiklir kirkjuhöfðingjar i landinu.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.