Kirkjuritið - 01.01.1969, Síða 42
36
KIIiKJUUITIÐ
Kyrra vikan. Sem kunnugt er dregur mjög úr samkomúhaldi
í dymbilviku, bíóin loka í nokkra daga o. s. frv. En kirkjurn-
ar eru oftast lokaðar líka. Yæri ekki full ástæða til að gera
kyrru vikuna að virkri viku í kirkjunni, þannig að flest kvöld
væri þar eitthvað uni að vera, — tónlist, Iielgileikir, umræður,
belgiatbafnir með nýstárlegu formi o. s. frv.
Kirkjunni veitast niikil tækifæri sem hún hefur aðeins nýtt
að liluta í aðfaraviku páska.
RKU. Full ástæða er til að geta Rigsförbundet Kyrklig Ung-
dom, en þeir reka skóla í Sigtuna í Svíþjóð, er kallast Ung-
domsledarinstitutet. Þar er annars vegar ársþjálfun fyrir vænt-
anlega starfsmenn kirkjunnar, og samtímis stutt námskeið
(4—14 dagar) í ýmsuni þáttum æskulýðs og safnaðarstarfs.
Hólmfríður Pétursdóttir skólastjóri Löngumýri, nam við
þennan skóla og getur gefið nánari upplýsingar. Ymsir landar,
sem liafa verið á ferð í Svíþjóð bafa starfað í Sigluna og tekið
þátt í námskeiðum sér til mikils gagns.
Hjálparbókmenntir. RKU gefur út blað sem kemur út árs-
fjórðungslega — Kyrkans Ungdom heitir það og er ætlað æsku-
lýðsleiðtogum. Er þar bent á ýmsar nýjar liugmyndir og leiðir
í æskulýðsstarfi og getið nýrra bóka. Einnig hefur okkur
reynst vel Textutkast för kyrkans söndagsskolor, sem einnig
kemur út ársfjórðungslega og er gefið út af sænsku kirkjunni.
Þar er fjallað um texta bvers sunudags við liæfi hinna ýmsu
aldursflokka og bent á lijálpargögn. Systir Unnur Halldórs-
dóttir er öllum kunnugri þessum málum og veitir að sjálfsögðu
nánari upplýsingar á skrifstofu æskulýðsfulltrúa.
Löngumýri. Þegar þessir pistlar eru skrifaðir stendur yfir jóla-
leyfi. Nokkrar stúlkur sem eru á Löngumýrarskólanum eru því
lieima sem stendur og eflir frásögnum þeirra að dæma, er
skólahald þar óvenjulega mótandi og þroskandi — og óvenju-
lega skemmtilegt skólalíf! Flestir prestar eru spurðir ráða um
framtíð unglinga. Því er það ómetanlegt að geta bent á
jafnágæta kirkjulega stofnun sem húsmæðraskólann á Löngu-
mýri. B. G.