Kirkjuritið - 01.01.1969, Síða 17

Kirkjuritið - 01.01.1969, Síða 17
KIRKJ UKITIÐ 11 Eins og þér kannist við er sagan svo ótrúlega lifandi, að ég þori að sverja, að enginn, sem nokkru sinni hefur fengist við ritstörf, getur dregið sannreynd hennar í efa. Það stafar sannleiksanda bæði af máli og frásagnarliættinum. Sem sagt, þeir fóru inn til að neyta kvöldverðar, og þegar gesturinn hraut brauðið, sáu þeir auðvitað, að þarna var ekki um neinn ókunnan mann að ræða, heldur Frelsarann. Þegar við vinur minn og ég gengum þessa sörnu leið eins og Kleofas og vinur hans, ryfjuðum við eins og þeir upp atburði krossfestingar- mnar og afleiðingar hennar í ljósi okkar gjörólíku og þó að öðr- "m þræði sviplíku veraldar. Það var heldur ekki hugarburður að þriðji maðurinn slóst í fylgd með okkur. Og ég segi yður, að hvar sem leið liggur og liverjir sem vegfarendurnir eru, er þessi þriðji förunautur reiðubíiinn að koma úr skugganum og verða samferða á rykugum og grýttum veginum. (G. Á. þýddi). PAUL ALMASY: Drottinn, það er erfitt að koma upp bænarorðum þegar svo margir þjást en svo fáir eru til hjálpar. Lát mig hlusta eftir máli þeirra, í stað þess að hrópa upp um kvöl þeirra. Hjarðir berklasjúklinga mæna eftir ástúðlegri liknarhönd. Atvinnuleysingjarnir, sem iðnvæðingin hefur komið á kaldan klakann. grátbiðja um mannúð, sem fórnað hefur verið fyrir vélarnar. Blindur maður talar máli þeirra, sem geta ekki, eða dirfast ekki að sjá. Sannarlega hafa þeir borið sjúkdómsbyrðar vorar og þrúgast undir hörmum vorum. Drottinn Jesús, lít á þessa fulltrúa vora, og rétt út hendi þína til að lækna okkur alla. (G. A.) _____________________j V.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.