Kirkjuritið - 01.06.1977, Side 8

Kirkjuritið - 01.06.1977, Side 8
fersku minni er koma sr. Haralds Sigmars og konu hans, frú Kristbjarg- ar, og þátttaka þeirra í prestastefnu fyrir fjórum árum. Þó að nemendur og vinir sr. Haralds hér þekktu sr. Eirík ekki að öðru en að vera bróður hans, væri það eitt nóg til þess að vekja tilhlökkun. En eigi þarf vinur vor, sr. Eiríkur, að styðjast við ættar- tengsl né alkunnugt álit sitt vestan hafs til þess að vera tekið opnum örmum hér. Til þess hefur hann allt af sjálfum sér. Velkomnir veri þessir aufúsugestir kirkju vorrar. Þökk fyrir það, sem sr. Eiríkur hefur þegar gefið. Fyrirfram þakka ég það, sem hann á eftir að miðla. Eins og endranær hef ég hugsað til þess með eftirvæntingu að vera með yður, bræður mínir, þegar vér eigum stefnu saman. Ég fagna því ævinlega að fá að sjá hópinn saman kominn, þennan hóp, sem ég svo oft leiði hugarsjónum og minnist á ein- verustundum. En hvort sem ég hef þennan hóp fyrir augum sýnilegan og nýt líkamlegra návista við hann, eða ég hugsa um hann dreifðan um sam- eiginlegar vígstöðvar, þá beinist hug- ur jafnan að einum. Það er traust og styrkur að dvelja við nöfnin mörgu í þeirri bræðrasveit, sem ég tilheyri. En fyrst og fremst vegna þess, að nafnið eina stendur á bak við nafnið hvert og yfir fylkingunni allri með þeim margvíslegu einstaklingsdráttum. sem hún geymir og birtir. Það má vekja þökk og styrkja þor að vita svo marga vígða til fastrar þjónustu í kirkjunni. En því aðeins verður sú kennd ekki fölskva slegin 86 né rótarslitin, að einn er sá þjónn, sem er fullkominn, ein er sú þjónusta. sem tilvera og líf kirkjunnar er sprott- ið frá og byggist á. Og sú þjónusta, sá prestur, bregst ekki kirkjunni minni og þinni. Bróðir sá, sem reit bréfið til Hebrea, hugleiðir þetta á sinn djúpsæa hátt frá forsendum sínum og lesenda sinna og bendir á sígildar niðurstöður. É9 las í upphafi máls míns kafla úr bréfi hans (Hebr. 5, 1—10). Bréfið snýst utf prestinn eina. En höf. ræðir líka um prestana mörgu. Hann gerir það af því, að hann er að leitast við að Ijúka upp fyrir lesendum sínum einhverja af þeim háa og djúpa leyndardóm1' sem fólginn er í lífi, starfi, dauða o9 sigri Jesú Krists. Hann notar prestana sem vísbendingu, eins og lesenduf þekktu stöðu þeirra og hlutverk oð viðurkenndu almennt. Og tökum eftir því, að uppistaðan í þeirri vísbending1* er sú staðreynd, að hugsjón prestsin5 kemst hvergi í mark. Hann á að nálð' ast Guð sem fulltrúi syndugra mannS’ En sjálfur er hann syndugur maðun Hann er kvaddur til þess að stand0 við mærin, þar sem hin heilaga fuli' komnun mætir sekri veröld ófullkom' leikans. Og sjálfur er hann „veikleik3 vafinn", þarf þess engu síður en aðr' ir, að synd hans sé sýknuð. Svo v3r um hvern prest, einnig hinn æðst3 helgiþjón í musteri fyrirheitanna 1 Jerúsalem. Og hvergi var það altarl í heimi, sem þjónað var hreinum hönd' um, flekklausu hjarta. Samt voru ölturu um allt. Hvar se^ farið var um hinn forna heim. Og er enn. Altari er reyndar í hvers man^ hjarta, oft fleiri en eitt. Og þó er

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.