Kirkjuritið - 01.06.1977, Blaðsíða 12

Kirkjuritið - 01.06.1977, Blaðsíða 12
hönd. Umskiptunum varð ekki betur lýst með öðru en þessu: Nýr lofsöngur. Trú áttu þeir áður. Hún var gleðilaus, átti engan lofsöng. Þvert á móti. í einni kirkjunni þar er sá frægi skírnar- sár, sem áður var blótsteinn: Ung- börnum var slegið við steininn svo að heilinn lá úti. Þetta var fórn, það var gert til þess að blíðka andana. Nú er steinninn breyttur í skírnarsá, þar sem börnin eru færð konungi kærleik- ans að boði hans. Ánauð misjafnra anda eru úr sögunni, fórnfæringar eru úr sögunni, Kristur hefur leyst þetta fólk undan þrældómsoki. En ræðumaður benti líka á aðrar fórnir, sem færðar hafa verið, t. d. á Indlandi, til þess að blíðka máttar- völd og finna sálu sinni frið. Menn geta setið dögum saman í sömu stell- ingum og blínt í sólina þar til þeir hafa brennt úr sér augun. Menn geta skriðið á hnjánum vikum saman til einhvers helgistaðar. Og ekki var það ótítt, að móðir fórnaði barni sínu, varp- aði því í svo kallað heilagt fljót. Og allt er þetta gert í því skyni að nálg- ast hið guðlega svið, afplána sekt, friða fyrir sjálfum sér. Og allar þessar leiðir og aðferðir til þess að leysa hlekki, afmá saurgun, hnekkja dómi, standa í sambandi við og byggjast á hugmyndunum um endurholdgun og karma, hugmyndum, sem sagðar eru vinsælli orðnar á íslandi en í öðrum löndum Evrópu. Ég var ekki hér að gera allsherjar þverskurð á trúarbrögðum almennt. En höf. Hebreabréfsins er ekki ótíma- bær, þegar hann talar um hinar mörgu fórnir og mörgu leiðir. Það er sannast mála, að mennirnir hafa reynt marga 90 vegi til hjálpræðis, til Guðs. Nýja testamentið er ekki margmált um hin- ar mörgu götur og hjágötur. Það talar um einn veg. Það bendir ekki á þá> hvort sem þeir kölluðu sig farisea eða annað, sem með aðdáanlegri einbeitni urðu afreksmenn í sjálfsögun og þóttu þar með hafa sýnt, að manneskjan gæti lyft sér upp úr grámyglu, ýldu oð álögum holds og heims. Það talar ekki um analegar íþróttir sem sjálfstak- mark í því skyni að hefja sjálfan sið upp, bjarga sjálfum sér eða verða dáður undramaður. Það er engin huð' sjón samkvæmt þeirri bók að gang3 á vatni eða vaða eid. En þar er bent á „skynsamlega guðsdýrkun" (Róm- 12, 1) og hún er sú að bjóða fram líkami sína að fórn fyrir náungann 1 daglegu lífi. Gleymið ekki velgjörða' seminni og hjálpseminni, segir Hebrea' bréfið (13, 16), því að slíkar fórnir eh* Guði velþóknanlegar. Mörgu mætli hér við bæta. Víst gat Þangbrandn' snúið á berserkinn í þeirri eldvígsW’ sem hann gerði fræga. En meiri '/aí Hallur, lærisveinn hans, í kristnuim augum, þegar hann fyrirgaf bana' mönnum sonar síns og vildi það vinna til sátta manna að leggja hann ógildan Með þeirri fórn slökkti hann ófriðarba á Þingvelli. fC Nýja testamentið talar ekki me° vanvirðu eða yfirlæti um hina mör9L) vegfarendur og þeirra götur. Og satt er það um prestinn nú eins og þá, a hann getur verið mildur við fáfróð3 og villuráfandi, þar sem hann er sjá1^ ur veikleika vafinn. Og satt er Þa° einnig um þá kirkju, sem vér þjónúá1’ þjóðkirkju íslands. J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.