Kirkjuritið - 01.06.1977, Síða 10
Þó að slík hugsun sé ekki á réttri
leið, þá er hún enginn hégómi. Hún
er fyllsta alvara. Hver er ekki að leita
að einhverju, sem bendi skýrum stöf-
um til Guðs? Og hve margir eru þeir,
sem leita afsökunar á því, að þeir
stjaka frá sér hinni áleitnu spurningu
um Guð? Hlýtur ekki einhvers staðar
að vera handsamanlegur þráður milli
mín og Guðs? Hvar er sú tenging, að
Ijósið að ofan geti kviknað á altari
hjartans? Hvar er hið hreina í flekk-
uðum heimi? Hvar bjarmar fyrir hinu
góða, fagra og fullkomna? Hvar er
þann mann að finna, sem gefi mér
hugboð, ótvírætt hugboð um Guð?
Ef mönnum finnst þeir grípa í tómt,
þegar þeir leita þangað, sem líklegt
mátti telja, að svar væri að fá, eða
þeim finnst þeir þreifa á allt öðru en
hugur þeirra vænti, hvað gerist þá?
Gjarnan það, að menn telja sig hafa
fundið rök fyrir innri afstöðu, sem
stendur dýpra í leynum mannlegs
sálarlífs en menn varir: Það eru fund-
in rök fyrir því, að Guð sé ekki til, að
kirkjan sé marklaus, að prestar og
trúmenn og allt þeirra athæfi sé í lausu
lofti, svífandi á þokuhnoðrum ímynd-
unar og blekkinga.
Hitt er annað, að slík niðurstaða er
að jafnaði næsta tvíráð inni fyrir. Það
sést á því, hve rökin og niðurstaðan
er einatt kærkomið umræðuefni og
hitamál.
Ekki þarf að fara orðum um það,
til hvers Nýja testamentið ætlast af
þeim, sem bera kristið nafn, hvort
sem prestar eru eða ekki. Um köllun
sinna manna hefur Drottinn sjálfur,
Jesús Kristur, sagt stærri og sterkari
orð en nokkur annar, sem kvatt hefur
88
menn undir merki sitt. Hann sagði
háleit orð jákvæð, sem vér þekkjum
allir og kunnum. Og einnig nístandi
alvöruorð neikvæð: Vei þeim, sem
hneyksla, vei þeim, sem verða öðrum
að falli, vei þeim, sem véla og blinda-
Betra væri þeim að hafa aldrei fæðst-
Vér þekkjum einnig þessi orð oQ
kunnum þau.
Minnisstætt er mér það, sem ég las
einu sinni í minningabók eftir danska
konu, sem dvaldist lengi í Kenya með-
an það land var nýlenda. Hún réði sé<
svartan þjón, sem reyndist vel á alia
grein. En eftir þrjá mánuði sagði hana
upp starfi sínu og vistaði sig hjá Araba
einum. Konan spurði, hvað kæmi til.
hvort honum hefði fallið vistin illa;
byðist hærra kaup eða önnur fríðind'
meiri en hann nyti hjá sér. Nei, sagð'
svertinginn. En kristnir menn boða
Guð og Arabar boða Guð. Nú langar
mig að vita, hvar hann er í raun oQ
veru. Þar ætla ég að vera. Þess vegaa
hef ég verið 3 mánuði hjá þér og a11
ætla ég að vera aðra þrjá hjá manni’
sem fylgir Múhammeð.
Konan segist ekki hafa gleymt þess'
um orðum. Sífellt sótti þessi hugsna
að henni: Hefði ég aðeins vitað, a®
það var maður hið næsta mér, se^
daglega var að gefa mér gaum af Þvl
að hann var að leita að Guði hjá mén
hversu allt öðruvísi hefði ég þá ekk1
komið fram margoft en ég gerði.
Hvaða prestur má ekki hugsa 3
þennan veg og athuga boðun sína^
dagfar, orð og gjörðir f þessu Ijós'.
Ég var einu sinni sem oftar a
vísitera. í einni fátækri kirkju raks
ég á tvær styttur fornar. Þær erLl
skornar í tré, helgra manna bíls®11'
J