Kirkjuritið - 01.06.1977, Blaðsíða 14
þar jafnframt 1958. Prófessor í guð-
fræði við Háskóla íslands var hann
skipaður 1959.
Eftirlifandi kona hans er Astrid, f.
Skarpaas, hjúkrunarkona og kristni-
boði. Henni og börnum þeirra vottum
vér einlæga samúð.
Prófessor Jóhann Hannesson var
fjölgáfaður maður og fjölmenntaður
flestum hérlendum mönnum framar og
stórvel lærður í guðfræði. í kennslu
jafnt sem viðræðum og ritsmíðum bar
hann auðkenni hins frjálshuga, fjör-
mikla, glaða hugmanns og trúmanns,
sem á þá festu undir fótum sér í öll-
um Hágöngum, að hann getur farið
frjálsum augum um allt innan sjón-
máls og geigar þó ekki um sjónmark.
Hann var að vonum ástsæll kennari.
Margt ritaði hann, ekki aðeins um
guðfræðileg efni, heldur einnig um
menningar- og þjóðfélagsmál og sætti
það jafnan nokkru, þegar hann tók til
máls í ræðu eða riti. Hann var kirkju-
þingsmaður 1970—76, í stjórn Hins
ísl. Biblíufélags frá 1963 og í þýðing-
arnefnd Nýja testamentisins.
Sr. Jakob Einarsson, fv. prestur og
prófastur að Hofi í Vopnafirði, andað-
ist 16. þ. m. Hann var f. 8. febrúar 1891,
lauk embættisprófi 1917, vígðist 28.
maí s. á. sem aðstoðarprestur föður
síns í Hofsprestakalli, var settur sókn-
arprestur þar 1929, og veitt kallið árið
eftir. Hann var settur prófastur í N,-
Múlapróf. 1929, skipaður 1931. Lausn
frá prests- og prófastsstörfum fékk
hann 1. júní 1959 en var settur til að
gegna embætti til 1. okt. s. á. Hafði
þá verið prestur í 42 ár og 4 mánuðum
betur og prófastur í 30 ár.
92
Konu sína, Guðbjörgu Hjartardótt-
ur, missti hann haustið 1974. Þau eiga
2 börn. Þeim og öðrum nákomnuh1
sendum vér samúðarkveðju.
Sr. Jakob Einarsson hafði virðingu
mikla og mannheill í kalli sinu og hér-
aði og kirkjunni allri, því það vissrJ
allir menn, að hann var fágætur heil'
hugi, grandvar og göfuglyndur, hóg'
vær og hjartahlýr. í embætti sínu sern
dagfari mátti hann ekki vamm sitt vita
og sannmæli var það, sem um hann
var sagt á prestastefnu, þegar hann
hafði látið af embætti, að hann hafi
verið prýði stéttar sinnar. Hann var
vandaður og uppbyggilegur ræðumað'
ur og söngmaður frábær. Munu ekk'
aðrir samtímamenn hafa sungið helgar
tíðir fegurri röddu en hann.
Nýlega, 15. júní, er látin frú Rósa
Thorlacius Einarsdóttir, kona sr'
Magnúsar Guðmundssonar, fv. pr°"
fasts í Ólafsvík. Hún var á 7. ári ýf,r
áttrætt, f. 26. ágúst 1890. Manni henH'
ar, börnum og öðrum vandamönnui11
sendum vér hlýjar samúðarkveðjur.
Biskupsfrú Steinunn Magnúsdóttiu
ekkja herra Ásmundar GuðmundS'
sonar, lést 6. des. 1976, 82 ára a£i
aldri, f. 10. nóv. 1894, tíguleg kona
og minnisstæð.
Tvær prestsekkjur hafa kvatt:
Frú Nanna Jónsdóttir, ekkja séra
Þormóðs Sigurðssonar á Vatnsend®;
andaðist 17. sept. 1976, 69 ára a®
aldri, f. 7. maí 1907.
Frú Guðrún Petrea Jónsdóttir, ekkja
sr. Þorsteins Kristjánssonar í Sauð
lauksdal, andaðist 2. maí 1977, 76 arð
að aldri, f. 24. des. 1901.
É