Kirkjuritið - 01.06.1977, Blaðsíða 14

Kirkjuritið - 01.06.1977, Blaðsíða 14
þar jafnframt 1958. Prófessor í guð- fræði við Háskóla íslands var hann skipaður 1959. Eftirlifandi kona hans er Astrid, f. Skarpaas, hjúkrunarkona og kristni- boði. Henni og börnum þeirra vottum vér einlæga samúð. Prófessor Jóhann Hannesson var fjölgáfaður maður og fjölmenntaður flestum hérlendum mönnum framar og stórvel lærður í guðfræði. í kennslu jafnt sem viðræðum og ritsmíðum bar hann auðkenni hins frjálshuga, fjör- mikla, glaða hugmanns og trúmanns, sem á þá festu undir fótum sér í öll- um Hágöngum, að hann getur farið frjálsum augum um allt innan sjón- máls og geigar þó ekki um sjónmark. Hann var að vonum ástsæll kennari. Margt ritaði hann, ekki aðeins um guðfræðileg efni, heldur einnig um menningar- og þjóðfélagsmál og sætti það jafnan nokkru, þegar hann tók til máls í ræðu eða riti. Hann var kirkju- þingsmaður 1970—76, í stjórn Hins ísl. Biblíufélags frá 1963 og í þýðing- arnefnd Nýja testamentisins. Sr. Jakob Einarsson, fv. prestur og prófastur að Hofi í Vopnafirði, andað- ist 16. þ. m. Hann var f. 8. febrúar 1891, lauk embættisprófi 1917, vígðist 28. maí s. á. sem aðstoðarprestur föður síns í Hofsprestakalli, var settur sókn- arprestur þar 1929, og veitt kallið árið eftir. Hann var settur prófastur í N,- Múlapróf. 1929, skipaður 1931. Lausn frá prests- og prófastsstörfum fékk hann 1. júní 1959 en var settur til að gegna embætti til 1. okt. s. á. Hafði þá verið prestur í 42 ár og 4 mánuðum betur og prófastur í 30 ár. 92 Konu sína, Guðbjörgu Hjartardótt- ur, missti hann haustið 1974. Þau eiga 2 börn. Þeim og öðrum nákomnuh1 sendum vér samúðarkveðju. Sr. Jakob Einarsson hafði virðingu mikla og mannheill í kalli sinu og hér- aði og kirkjunni allri, því það vissrJ allir menn, að hann var fágætur heil' hugi, grandvar og göfuglyndur, hóg' vær og hjartahlýr. í embætti sínu sern dagfari mátti hann ekki vamm sitt vita og sannmæli var það, sem um hann var sagt á prestastefnu, þegar hann hafði látið af embætti, að hann hafi verið prýði stéttar sinnar. Hann var vandaður og uppbyggilegur ræðumað' ur og söngmaður frábær. Munu ekk' aðrir samtímamenn hafa sungið helgar tíðir fegurri röddu en hann. Nýlega, 15. júní, er látin frú Rósa Thorlacius Einarsdóttir, kona sr' Magnúsar Guðmundssonar, fv. pr°" fasts í Ólafsvík. Hún var á 7. ári ýf,r áttrætt, f. 26. ágúst 1890. Manni henH' ar, börnum og öðrum vandamönnui11 sendum vér hlýjar samúðarkveðjur. Biskupsfrú Steinunn Magnúsdóttiu ekkja herra Ásmundar GuðmundS' sonar, lést 6. des. 1976, 82 ára a£i aldri, f. 10. nóv. 1894, tíguleg kona og minnisstæð. Tvær prestsekkjur hafa kvatt: Frú Nanna Jónsdóttir, ekkja séra Þormóðs Sigurðssonar á Vatnsend®; andaðist 17. sept. 1976, 69 ára a® aldri, f. 7. maí 1907. Frú Guðrún Petrea Jónsdóttir, ekkja sr. Þorsteins Kristjánssonar í Sauð lauksdal, andaðist 2. maí 1977, 76 arð að aldri, f. 24. des. 1901. É
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.