Kirkjuritið - 01.06.1977, Page 16

Kirkjuritið - 01.06.1977, Page 16
embættisferil að baki og hefur hann jafnan notið mikils álits og tiltrúar sakir heilsteyptrar gerðar, farsælla gáfna og góðvildar. IHann er rómþýð- ur maður í söng og máli, vandur að virðingu sinni og kirkju sinnar í störf- um og allri framkomu. Hann hefur val- ist til ýmissa ábyrgðarstarfa í þágu kirkjunnar, átti lengi sæti í stjórn Prestafélags íslands og kirkjuráðs- maður var hann í 16 ár. 3. Sr. Garðar Svavarsson í Laugar- nessprestakalli í Reykjavík (f. 8. sept. 1906) fékk lausn frá 1. nóv. 1976. Hann lauk embættisprófi í febrúar 1933, vígðist 2. apríl s. á., settur í Hofs- prestakalli, S.-Múl., skipaður þá um haustið en dvaldist næsta vetur við framhaldsnám erlendis. Haustið 1936 var hann ráðinn til prestsstarfa [ Reykjavík og fékk köllun sem auka- prestur í Dómkirkjusöfnuði 1938. Vann hann brautryðjandastarf í úthverfi Reykjavíkur, Laugarneshverfi, og þeg- ar þar var stofnað sjálfstætt presta- kall 1940 var hann skipaður sóknar- prestur þar (frá 1. jan. 1941). Kona hans er Vivan, f. Holm. Sr. Garðar Svavarsson hefur gengið hljóðlega um gáttir en sinnt sínum verkahring af heilli einbeitni og ein- lægni. Hann varð með óvenjulegum hætti samgróinn þeim vettvangi, sem í hlut hans féll, þegar hann var kvadd- ur til starfa hér í Reykjavík og mark- aði fyrstu sporin á nýrri þróunarbraut í safnaðarmálum. Hefur hann viljað hlynna svo að þeim reit sem hann hafði framast krafta til, bróðurlegur öllum mönnum og hollur kirkju sinni. 94 4. Sr. Þorsteinn Lúther Jónsson ' Vestmannaeyjum, fékk lausn 1. janúaí 1977, (f. 19. júlí 1906). Hann lauk guðfræðiprófi vorið 1934, var sama vor settur sóknarprestur 1 Miklaholtsprestakalli, Snæf., vígður28. júní, fékk veitingu fyrir því kalli 19- sept. s. á. Var skipaður sóknarprestut í Vestmannaeyjum 1961 þar sem hann þjónaði síðan. Árið 1946—47 dvaldis1 hann árlangt erlendis við framhaldS' nám. Kona hans er Júlía Matthíasdóttin Sr. Þorsteinn hefur verið hvets manns hugljúfi í viðkynningu, drenð' skaparmaður, hæfileikaríkur, skáld' mæltur vel. Mörgum trúnaðarstörfu'11 hefur hann gegnt jafnhliða embæd1, Hann var forgöngumaður í samtökun1 presta og lækna og sýndi sálgeeslU' málum mikinn áhuga. Hann átti miklú að gegna, þegar eldgosið varð í Vesl' mannaeyjum, og vildi síst bogna bregðast í þeirri raun. 5. Sr. Garðar Þorsteinsson, sókner' prestur í Hafnarfirði og prófastur 1 Kjalarnessprófastsdæmi (f. 2. des_ 1906) lét af embætti 1. janúar 19^ en var settur til þess að gegna stöd' um framan af þessu ári eða til 1- m3'’ þegar nýir menn voru teknir við. Sr. Garðar lauk guðfræðiprófi 1 júní 1931, var mestan hluta næsta örS erlendis við framhaldsnám en var veitt Garðaprestakall á Álftane5' (Hafnarfjörður) í júní 1932, vígður júní. Hann var skipaður prófastur Kjalarnessprófastsdæmi 1. maí 196^ Mörg trúnaðarstörf hefur hann haft herðum jafnframt ernbættisskyldum- k

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.