Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1986, Blaðsíða 28

Muninn - 01.05.1986, Blaðsíða 28
Af djassi og djassgeggjurum ÞaS er óttalegur kjánaskapur að taka að sér verk eins og bað sem ritstjóri fór á leit við mig að ég gerði. Að skrifa stutta grein um djass. Ótta- legur asnaskapur, segi ég, þvi pað er varla á færi mínu að segja frá djassi í stuttu máli svo nokkurt gagn verði að. Jón Múli hefur verið að segja frá pessu í útvarpinu áratugum sam- an og ekki hálfnaður. Hin ágæta djassögubók sem hann gaf út fyrir jólin er aðeins svo- lítið brot af sögunni og varla nema eins og fyrsta bindi í stóru ritsafni. Fn ég lofaði og verð að reyna að standa við það. Hvað er djass og hvað getur verið merkilegt við hann? Hverjir eru djassgeggjarar og eru þeir eitthvað öðruvísi en annað fólk? Ðjass er tónlist. Afskap- lega merkileg tónlist. Stundum er djassinn kallaður hátindur léttrar tónlistar, stundum klassik nútímans. Sjálfsagt er hvort tveggja rangt. Klassísk tónli.st er meira og minna háð hefðbundnum reglum um bygg- ingarstíl og hreinræktaðan hljómagang. Létt tónlist, dæg- urflugnasmíði poppsins, er meira og minna sniðin eftir formúlu vinsældalistanna eins og tiskan býður hverju sinni. Enda þótt tónfræðingar hafi reiknað út alls kyns formúlur og reglur djassins fá þær aldrei staðist nema i fáeinum grundvallaratriðum. Það er vegna þess að djassinn er lif- andi tónlist, utan og ofan við hvort tveggja klassik og tisku. Djassinn er eins og ljóð. Hann er tilfinningatónlist. Góður djassleikari leggur alla sálu sina, allt tilfinninga- kerfi sitt i leikinn og þannig verður greið leið frá hjarta hans að hjarta hlustandans. Þess vegna hefur hlustandinn verið settur í flokk með djass- leikaranum og hlotið virðingar- heitið djassgeggjari. Djass- geggjari er nefnilega sá sem tekur á móti djassinum beint í æð. Hann á það iðulega til að taka svo vel á móti að hann gleymi stað og stund, gleymi um hrið öllum venjulegum lögmálum um kurteisi og mannasiði. Hann verður virkur þátttakandi i gleðinni, stappar niður fótum, slær saman höndum og iðar og hendist til i takt við tónlist- ina svo hver sá sem ekki skilur og ekki finnur álitur á djass- geggjarann sé' runnið æði. Hann sé orðinn meira en litið brenglaður á sálinni. En þessi lýsing á bara við opinbera djassgeggjara. Til eru lika þeir sem eru svo háðir ytra hegðunarmynstri að þeir láta ekki spyrjast að þeir hagi sér i stil við sinn innri mann. Þeir eru ekkert verri fyrir það, fá sér ein- faldlega skó, einu númeri eða Muninn 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.