Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1986, Blaðsíða 25

Muninn - 01.05.1986, Blaðsíða 25
Prefab Sprout Undirritaður hefur ekki hlustað á hljómsveitina Prefab Sprout lengi, en nógu lengi til þess að setja nokkur orð um hana á blað með sæmilegri sam- visku. Tónlist Prefab Sprout krefst þess að maður hlusti á hana af athygli. Sennilega kitla fæst lögin viðkvæmar danstaugar Duran Duran-ista eða annarra slikra (a.m.k ekki í fyrstu tilraun). Forsprakki hljómsveitarinnar er maður að nafni Paddy McAloon hann leikur á gítar, semur öll lög og alla texta. Bróðir hans Martin sér um bassaleik og Wendy Smith lifgar upp á tón- listina með tærri og fallegri bakrödd. Trommuleikari var í fyrstu Graham Lant en Neil Conti er nú yfirlýstur trymbill sveitarinnar. Textar Paddy's endurspegla menntaða lifsafstöðu hans, eru fullir af myndlíkingum og taka á öllu sem við kemur mannlegri vidd. Um texta sina sagði hann i viðtali: "Ég sem ekki póli- tiska texta i þeirri merkingu sem iðulega er lögð i orðið pólitik. En með þvi að skir- skota til lifsins sjálfs og tilfinningarófs mannanna er maður i raun pólitiskur. Að minu viti er ekkert eins heill- andi og tónlist þrungin raun- verulegum tilfinningum og gildir þá einu hvort þær eru hressilegar eða af dapurlegum toga. Pað sem heillar er að hér er eitthvað raunverulegt á ferð. Eitthvað sem snertir mann." Svo mörg voru þau orð, en vikjum nú aðeins að sögunni. Prefab Sprout var stofnuð i upphafi þessa áratugar i grend við Newcastle, nánar tiltekið i Durham. Hljómsveitin var nokkuð lengi að komast af stað. Það var ekki fyrr en í ágúst 1982 sem fyrsta smáskifan kom út með laginu "Lions in my own garden." Lagið naut litillar hylli, en náði samt sem áður eyrum forráðamanna fyrirtækis- ins Kitchenwhere. Fyrirtæki þetta, sem er nátengt hinu volduga CBS Records, gaf út næstu plötu Prefab Sprout. Það var i október 1983, en það fór allt á sömu leið og áður. Áhugi gagnrýnenda og almennings varð ekki vakinn og platan féll í grýtta jörð. Prefab Sprout gaf út sina fyrstu breiðskífu stuttu fyrir áramótin 1983-84. Upptökur tóku aðeins þrjár vikur, en árangurinn er ótrúlegur miðað við þann stutta tíma. Platan var skirð SWOON. Muninn 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.