Muninn

Volume

Muninn - 01.05.1986, Page 25

Muninn - 01.05.1986, Page 25
Prefab Sprout Undirritaður hefur ekki hlustað á hljómsveitina Prefab Sprout lengi, en nógu lengi til þess að setja nokkur orð um hana á blað með sæmilegri sam- visku. Tónlist Prefab Sprout krefst þess að maður hlusti á hana af athygli. Sennilega kitla fæst lögin viðkvæmar danstaugar Duran Duran-ista eða annarra slikra (a.m.k ekki í fyrstu tilraun). Forsprakki hljómsveitarinnar er maður að nafni Paddy McAloon hann leikur á gítar, semur öll lög og alla texta. Bróðir hans Martin sér um bassaleik og Wendy Smith lifgar upp á tón- listina með tærri og fallegri bakrödd. Trommuleikari var í fyrstu Graham Lant en Neil Conti er nú yfirlýstur trymbill sveitarinnar. Textar Paddy's endurspegla menntaða lifsafstöðu hans, eru fullir af myndlíkingum og taka á öllu sem við kemur mannlegri vidd. Um texta sina sagði hann i viðtali: "Ég sem ekki póli- tiska texta i þeirri merkingu sem iðulega er lögð i orðið pólitik. En með þvi að skir- skota til lifsins sjálfs og tilfinningarófs mannanna er maður i raun pólitiskur. Að minu viti er ekkert eins heill- andi og tónlist þrungin raun- verulegum tilfinningum og gildir þá einu hvort þær eru hressilegar eða af dapurlegum toga. Pað sem heillar er að hér er eitthvað raunverulegt á ferð. Eitthvað sem snertir mann." Svo mörg voru þau orð, en vikjum nú aðeins að sögunni. Prefab Sprout var stofnuð i upphafi þessa áratugar i grend við Newcastle, nánar tiltekið i Durham. Hljómsveitin var nokkuð lengi að komast af stað. Það var ekki fyrr en í ágúst 1982 sem fyrsta smáskifan kom út með laginu "Lions in my own garden." Lagið naut litillar hylli, en náði samt sem áður eyrum forráðamanna fyrirtækis- ins Kitchenwhere. Fyrirtæki þetta, sem er nátengt hinu volduga CBS Records, gaf út næstu plötu Prefab Sprout. Það var i október 1983, en það fór allt á sömu leið og áður. Áhugi gagnrýnenda og almennings varð ekki vakinn og platan féll í grýtta jörð. Prefab Sprout gaf út sina fyrstu breiðskífu stuttu fyrir áramótin 1983-84. Upptökur tóku aðeins þrjár vikur, en árangurinn er ótrúlegur miðað við þann stutta tíma. Platan var skirð SWOON. Muninn 25

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.