Muninn - 01.05.1986, Blaðsíða 17
það er allt annar andi. Þegar
við i Presley-æskunni æfum sam-
an, þá kemur andinn virkilega
yfir okkur og við endurnýjumst
alveg.
Árni: Hljómsveitin stefnir í
allt aðra átt með Presley-
æskunni: Sko, þetta er miklu
þjóðlegra og meira Kántrý og
Rokk!
Svanur: Fjörkallar, eins og til
dæmis á þjóðhátiðardaginn, þá
horfðum við i suður, en á tón-
leikunum i Möðruvallakjallara
horfðum við i norður, svo þú
sérð að við horfum i allt aðra
átt.
Atli: Þetta er allt önnur tón-
listarstefna, það var norður,
en nú er það suður.
Svanur: Nei, öfugt, það var
suður en er norður. Pað má lika
segja að á 17. júní var sum-
ar...
Árni: pað eru meiri hlýindi i
kringum Fjörkalla.
Atli: Usss! Við erum i viðtali.
Hafið þið spilað mikið?
Atli: Presley-æskan hefur spil-
að einu sinni, en Fjörkallar
fimm sinnum.
Torfi: Presley-æskan var klöpp-
uð upp, við komum fram tvisv-
ar...
Atli: Tvisvar sama kvöldið,
geri aðrir betur!
Árni: Svo stóð til að við spil-
uðum með Valgeiri Guðjónssyni,
en hann gugnaði á þessu þegar
hann frétti að víð ættum að
spila með honum.
.Valgeir kann
ekki ab
drekka mjóik"
Atli: Það var verst að við
skyldum missa af þvi, við ætl-
uðum nefnilega að kenna honum
að drekka mjólk án þess að
sulla niður á sig, eins og hann
gerði í auglýsingunni...
Vöruð þið búnir að æfa mikið
þegar ykkur var sagt að Valgeir
kæmi ekki?
Árni: Nei
Atli: Nei? Við vorum búnir að
æfa tvisvar.
Árni: Einu sinni.
Atli: Jæja þá, einu sinni.
Svanur: Það var búið að leggja
drög að prógammi...
Árni: Mjög lélegu prógrammi.
Atli: Nei, mjög gott prógramm.
Svanur: ... ég held að fólk
hafi almennt ekki gert sér
grein fyrir hverju það var að
missa af, að við skyldum ekki
fá tækifæri til að spila einir.
Atli: Ég segi það. Ég er að
öllu leyti sammála Svani.
Svanur: Ég er að öllu leyti
mjög ósammála sjálfum mér.
Er einhver félagsstarfseni i
kringum Presley^-æskuna?
Atli: Já, það er náttúrulega
Muninn 17