Muninn - 01.05.1986, Blaðsíða 63
Gull
En hvað þaS er kalt úti
núna, hugsaði hann um leið og
hann bretti frakkakragann betur
upp. Sannarlega var kalt úti
þetta kvöld, himinninn heiður
og frostið beit í kinnarnar.
Ytra hluta Björgvins Andra Pét-
urssonar var ekki bara kalt,
innaníið í honum hríðskalf.
ÞaS var nótt, stjörnurnar
glömpuðu likt og augun i Hrund
litlu pegar hún beið eftir
svari við einni af pessum und-
urfurðulegu spurningum sem sak-
leysingjar einir spyrja. Hann
brosti. Ef hún væri nú bara hér
til að smeygja litlu mjúku
hendinni sinni í stóra lófann
hans pabba, eins og hún var vön
að gera á hinum daglegu göngu-
ferðum peirra frá litla húsinu
peirra i Bergstaðastræti niður
að Tjörn. Minningin um hana var
svo sterk að hann gleymdi sér
stundarkorn og talaði upphátt
við bessa yndislegu veru sem
honum fannst vera komin upp að
hliðinni á sér. Hann vaknaði
við hróp nokkurra unglinga sem
voru að skemmta sér á hinn
hefðbundna islenska máta. Kald-
ur raunveruleikinn tók við.
Björgvin Andri var einn.
Dúnhnoðrinn hans litli var lika
einn, ekki lengur mjúkur og
hlýr, heldur kaldur og stirður
i litlum kassa uppi i Fossvogs-
kirkjugarði. Tár læddist niður
kinnar hans, hann reyndi ekki
að stöðva pað pvi hver grætur
ekki sem hefur misst hjarta-
gullið sitt?
Hann gekk upp tröppurnar að
húsinu peirra. Það var ekki
lengur neinn ævintýraheimur
heldur eins og sérhvert hús i
Bergstaðastræti, einmanalegt.
Muninn