Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1986, Blaðsíða 63

Muninn - 01.05.1986, Blaðsíða 63
Gull En hvað þaS er kalt úti núna, hugsaði hann um leið og hann bretti frakkakragann betur upp. Sannarlega var kalt úti þetta kvöld, himinninn heiður og frostið beit í kinnarnar. Ytra hluta Björgvins Andra Pét- urssonar var ekki bara kalt, innaníið í honum hríðskalf. ÞaS var nótt, stjörnurnar glömpuðu likt og augun i Hrund litlu pegar hún beið eftir svari við einni af pessum und- urfurðulegu spurningum sem sak- leysingjar einir spyrja. Hann brosti. Ef hún væri nú bara hér til að smeygja litlu mjúku hendinni sinni í stóra lófann hans pabba, eins og hún var vön að gera á hinum daglegu göngu- ferðum peirra frá litla húsinu peirra i Bergstaðastræti niður að Tjörn. Minningin um hana var svo sterk að hann gleymdi sér stundarkorn og talaði upphátt við bessa yndislegu veru sem honum fannst vera komin upp að hliðinni á sér. Hann vaknaði við hróp nokkurra unglinga sem voru að skemmta sér á hinn hefðbundna islenska máta. Kald- ur raunveruleikinn tók við. Björgvin Andri var einn. Dúnhnoðrinn hans litli var lika einn, ekki lengur mjúkur og hlýr, heldur kaldur og stirður i litlum kassa uppi i Fossvogs- kirkjugarði. Tár læddist niður kinnar hans, hann reyndi ekki að stöðva pað pvi hver grætur ekki sem hefur misst hjarta- gullið sitt? Hann gekk upp tröppurnar að húsinu peirra. Það var ekki lengur neinn ævintýraheimur heldur eins og sérhvert hús i Bergstaðastræti, einmanalegt. Muninn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.