Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1986, Blaðsíða 48

Muninn - 01.05.1986, Blaðsíða 48
haust. Því var það að ég reit þessi orð hér fyrir neðan á pappir. | í>að er margt sem er ólíkt með fjölbrautarskólum og mennt- askólum. Þeir fyrrnefndu hafa ekkert bekkjakerfi. Námið i þeim er mun frjálslegra og sveigjanlegra og þar af leið- andi auðveldara fyrir þá að ljúka námi, sem eiga i erfið- leikum, (sem eiga það til að falla endrum og eins). Þar sem bekkjakerfi er ekkert, þá sitja nemendur áfanga með hinum og þessum, oft af mismunandi brautum og mislangt á veg komn- ir i náminu. Þvi kemur það fyr- ir að slaka þarf á kröfum þeim sem gerðar eru. Menntaskólar með bekkjakerfi setja nemendum fastari skorður, þeir bjóða (yfirleitt) ekki upp á eins margar námsbrautir og nemendur ráða ekki timalengd og tilhögum námsins eins mikið sjálfir. Bekkjakerfið gerir aftur á móti það að verkum að auðveldara er að gera námsefninu skilf það sem allir eru jafnlangt á veg komnir i náminu. Einnig verður námið sérhæfðara en ella; náms- brautirnar eru betur afmarkað- ar. Erfitt er að bera saman gamla skólann minn og M.A., vegna þess hvað þeir eru ólik- ir. Annar er með bekkjakerfi, hinn er með áfangakerfi. Annar er gamalgróinn og með áratuga sögu að baki, hinn er nýr af nálinni og ennþá i mótun. Þar að auki er M.A. með liklega um þrisvar sinnum fleiri nemendur en gamli skólinn minn. "Fámenn- ið" i Fjölbrautaskólanum leiddi til þess að maður hafði nánari samskipti við kennarana heldur en maður gerir i Menntaskólanum hér á Akureyri. Aftur á móti finnst mér litill sem enginn munur vera á kennurum þeim sem ég hef haft á þessum tveimur stöðum. Þeir eru hvorki betri né verri i heildina séð (sem slikir). Nokkur munur er að minu mati á kennsluaðferðum, áherslum og i hvaða röð farið er i námsefnið. Kröfurnar eru einnig meiri i M.A. Sérstaklega finn ég fyrir mun i stærðfræð- inni. Hér i "Schola Akureyrens- is" er lögð meiri áhersla á svokallaða lesna stærðfræði, þ.e. sannanir og þess háttar en i Fjölbrautaskólanum. Málanámið byggist einnig meira upp á stilum i Menntaskólanum. Fé- lagslifið er yfirleitt alls staðar vandamál, það er eins og það sé hvergi nógu gott. En þó hygg ég að það sé meira og betra félagslif innan veggja Menntaskólans á Akureyri, en Fjölbrautaskólans sem ég var i. Nemendur eru lika fleiri i M.A. og aðstaða öll mun betri til slikra athafna, sem skýrir það að einhverju leyti. Jæja, mál er að linni, (sagði Tinni). Lengi má fjalla um þetta efni og frá mörgum hliðum. En eitt er ég sannfærð- ur um, að M.A. er góður skóli, þótt ekki sé hann gallalaus. Ehda er enginn fullkominn i henni veröld. Ekki einusinni gamli sveitaskólinn hans "Vel- fara". Hjörtur Kristjánsson Muninn 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.