Muninn - 01.05.1986, Blaðsíða 62
Neyð
Hann sat á rúminu inni í
herbergi. Það var föstudagur og
leiðinda stórhrið. Mikið sálar-
strið átti sér stað hjó þessum
nitján ára pilti. Pönkara köll-
uðu þau hann. Það var svo sem
satt, en það átti að tileyra
fortiðinni. Striðið byrjaði
fyrir akkúrat viku. Þann föstu-
dag hafði verið heiðskirt veður
og svo að segja frostlaust. Þá
hafði hann ákveðið það. Hann
ætlaði að hætta að vera pönk-
ari. Hann ætlaði að fá sér
vinnu, segja skilið við
"stuffið" og taka lifinu alvar-
lega. Kannski mundi hann svo
flytja til Sviþjóðar eins og
Kristján bróðir og gera það
gott. Þá mundu mamma og pabbi
vera ánægð með hann lika.
En svo var það Disa. Disa
var einskonar kærastan hans.
Hún seldi sig til að þau gætu
keypt "stuff". Hann hafði
reyndar selt sig lika, ekki
hommum eða svoleiðis, það mundi
hann aldrei gera. Nei, hann
hafði selt sig eldri konum.
Disa fékk samt auðvitað miklu
meiri peninga enda gat hann
ekki selt sig nema einu sinni
eða tvisvar í viku. Og Disa
vildi ekki hætta. Henni féll
þetta lif vel. Hún hafði komið
á föstudaginn til hans. Hún hló
þegar hann sagðist ætla að
hætta. "Og þú ætlar ekki að
snerta stuff aftur" sagði hún
hlæjandi og gaut augunum undir
rúmið þar sem "stuffið" var
geymt. Vinirnir niðri á Hlemmi
höfðu lika hlegið. "Þú hefur
verið með okkur i þessu siðan
þú varst 12 ára Lárus minn",
höfðu þeir sagt. "Hvernig ætl-
arðu að hætta nú?" Hann hafði
eytt helginni í það eitt að
reyna að koma þeim i skilnig um
að hann ætlaði að hætta. Svo
var það á mánudaginn að hann
byrjaði að leita sér að vinnu.
Pá kom reiðarslagið, enginn
vildi taka dópista og pönkara i
vinnu til sin. Hann hafði reynt
alls staðar, en alltaf kom sama
svarið: "Þvi miður, hér er allt
fullt". Það var helvitis lygi,
þeir vildu bara ekki taka hann
i vinnu. Hann virtist vera
dæmdur að eilifu sem dópisti,
pönkari og aumingi.
Disa kom i gær og spurði
hann hvort hann væri enn stað-
ráðinn i að hætta. Hann sagði
henni hvernig hefði gengið.
"Bjóstu við öðru", hafði hún
sagt hlæjandi. Eftir að hún var
farin sat hann lengi og hugsaði
áður en hann fór að sofa.
Og nú sat hann og barðist
við sjálfan sig. Kinnarnar voru
strekktar, hálfvaralaus munn-
urinn herptur saman, frekar
litil blá augun voru jafnvel
enni minni en vanalega, einung-
is nasavsengirnir á oddhvössu
nefinu titruðu.
Hann tók ákvörðun, beygði
sig undir rúmið og tók fram
sprautuna. Skammturinn var
alltof stór, en hann átti lika
að vera það. "Skyldi einhver
gráta" var siðasta hugsun Lár-
usar Magnússonar i þessum
heimi.
Halli Dean
Muninn 62