Jörð - 01.09.1932, Page 5
ííytjnm landið,
útrýmum atvinnuleysi og brjótum broddinn af kreppunni
þegar á þessu ári.
I.
Staðreyndir.
_jr
U T I í náttúrunni verða stundum á vegi ferðamanns-
ins straumar, er falla saman og mynda þá höfuðál,
sem sker úr að einhverju leyti. Myndist slíkur höfuðáll
t. d. í Skeiðará síðla sumars, þá getur það vatn verið
með öllu ófært og svo að segja vís voðinn, berist þangað,
einhverra orsaka vegna, maður og hestur. Myndist slíkur
höfuðáll aftur á móti í lygnu vatni, sem rennur eftir
blómlegri byggð, þá getur orðið af skipgengt vatn, lífæð
þess byggðarlags. Og er að vísu Hvítá í Borgarfirði
kannské eina hérlenda dæmið um slíkan lífgandi höfuðál
í straumvatni.
I ÍSLENZKU þjóðlífi verður um þessar mundir
sérstaklega vart þriggja stórra strauma, sem fallið hafa
saman og mynda höfuðál, sem allar líkur eru til, að reyn-
ist nokkuð örlagaþrunginn — í bili sýnist honum svipa
til Skeiðarár; en líklega myndi hann snúast til Hvítár-
eðlis með nokkuru snarræði og harðfylgi og trausti á
heilbrigðri skynsemi.
Sú elfan, þessara þriggja, sem lengst er að komin,
er ónýtni hinnar íslenzku þjóðar á náttúrugæði
1 a n d s s í n s. Þó að ekki sé tekin með fyrrum fáfræði
þjóðarinnar á þessi efni og fátækt hennar, sem hvort-
tveggja hefir til skamms tíma verið verulegri nýtingu
1*