Jörð - 01.09.1932, Page 7
Jörð]
NYTJUM LANDIÐ
5
ura óhreysti. Og' þó að ekki haí'i verið á háu stigi, >á
er vitanlegt, að neisti getur orðið að báli; að smitaður
maður þarf tiltölulega lítið tíl að verða sjúkur; að sá,
sem lítið er afvega kominn, lendir 1 reginvillu — nema
liann leiðrétti stefnu sína.
Önnur elfan er þannig atvinnuskortur. Þriðja elfan
er kreppan margumtalaða, sem allt í einu hefir sýnt
íslenzku þjóðinni það átakanlega, að hún er smituð af
hinum tveimur fyrnefndu þj óðlífsmeinum, eins og nokk-
urskonar „Túberkólín“, sem kemur upp um berklasmit-
un með því, að hinn smitaði verður snöggvast veikur,
þegar því er spýtt í líkama hans. Kreppan hefir allt í einu
gert tvo galla í íslenzku þjóðlífi, er virtust tiltölulega
meinlausir, verulega tilfinnanlega, jafnframt því sem hún
er erfiðleiki út af fyrir sig. En sá erfiðleiki mun þannig
vaxinn, að hann hefði varla nokkuru sinni fengið fang á
þjóðinni, ef að hún hefði haldið sig með stefnufestu á
þeim náttúrlega heilnæma vegi, 1) að nytja ávalt sitt eig-
ið land nokkurn veginn til hlítar eftir þörfum sínum og
tækjum, og 2) að líða aldrei atvinnuleysi innan vébanda
sinna. En það tvennt er nátengt hvað öðru. Hvað er
eðlilegra en að atvinnuleysi hljótist af, þegar ekki er
skeytt um sum auðtekin og ágæt föng í landinu? Og
hversu skyldi þjóð vera unnt að nytja land sitt til hlítar,
þegar hún lætur það viðgangast, að svo og svo marga
innan vébanda hennar skorti atvinnu eða noti sér hana
ekki. Hefði þjóðin varast þessa afvegu, þá væri hér eng-
in kreppa. Eins verður það e ð 1 i 1 e g a s t a, a u ð-
teknasta og auðnudrýgsta ráðið við
kreppunni, að bæta ráð sitt í þessum
t v e i m u r e f n u m, sem ekki hefði átt að þurfa
kreppu við til að opna augu þjóðarinnar gagnvart.
F R Á alda öðli hefir náttúru landsins og háttum
þjóðarinnar verið þannig varið, að framleiðslan hefir
verið fæði og ltlæði, eða efni til þessa,
handa sjálfum oss og öðrum. Innan þessara takmarka
fyrst og fremst er hún vanrækslan vor um að nytja