Jörð - 01.09.1932, Síða 8
6
NYTJUM LANDIÐ
[Jörð
vort eigið land eftir efnum og ástæðum. Mun ég í fyrri
hluta ritgerðar þessarar ræða aðallega matvælafram-
leiðsluna úr jurtaríkinu frá framangreindu sjónarmiði,
en drepa aðeins á hin önnur atriði.
E R Þ E S S þá fyrst að geta, sem þegar hefir verið
vikið að, að þjóðin hefir lagt niður, að sumu leyti að á-
stæðulitlu, öflun og nautn ýmissa innlendra matvæla úr
jurtaríkinu. Fjallagrös og söl eru nöfn, seni allir kann-
ast við. Marinkjarni, fjörugrös, geitnaskóf, skarfakál,
fjöruarfi, heimula, blóðberg, vallhumall o. fl. eru og nöfn
á jurtum, sem margir kannast við, að afar þeirra og
ömmur hafi notað til lífsviðurværis eða sælgætis.
Nú þykist ég vita, að ýmsum taki ekki að dáma, þeg-
ar þeir heyra, að farið er að tala utan að því, að taka
upp aftur niðurlögðu matartegundirnar, sem ömmur vor-
ar og langömmur skömtuðu, og var svo útrýmt af al-
þjóðahætti menntaðra manna, en tekið upp: hvítt hveiti,
hvít hrísgrjón, sagógrjón, hvítur sykur, marin hafra-
grjón, rúgmél (reyndar dofnað eins og hinn annar mél-
matur, sem seldur er malaður). En þá vil ég aftur á
móti leyfa mér að benda á, að þegar þessar svonefndu
framfarir urðu, þá vissu menn ekki betur en að „fínt“ og
menntað væri eitt og hið sama. Það þótti fínna að lifa
eins og „civilizeraður" útlendingur, en að sækja matinn
út í hagann líkt og skepnurnar. Þá höfðu menn ekki nema
mjög takmarkaða vísindalega þekkingu á manneldi á
móti því, sem nú er. Nú er menntað mataræði
fyrst og fremst vísindalegt mataræði,
þ. e. a. s. byggt á vísindalegri þekkingu, eftir efnum og
ástæðum. Tildrið er að falla úr tízku; þekking að koma í
staðinn. I þessu ljósi sést, að íslenzka þjóðin hefir yfir-
gefið góðan mat fyrir tiltölulega lélegan, þegar hún hætti
að nota sér ýmsar grasnytjar síns eigin lands til mann-
eldis og tók að kaupa utanlands frá mélmat þann, sem
síðan hefir verið svo að segja uppistaðan í mataræði
landsmanna.
Vel þurkuð fjallagrös, söl og fjörugrös hafa verið