Jörð - 01.09.1932, Síða 9
Jörð]
NYTJUM LANDIÐ
7
reynd að því bæði á alþýðlegan og vísindaiegan hátt að
innihalda álíka mikið saðningargildi og jafnþyngd mél-
matar, en að hollustu standa þau hvítum mélmat langtum
framar og vafalaust líka framar legnu rúgméli; varla að
þessi íslenzka jurtafæða standi góðu haframéli neitt að
baki og mun þó að sumu leyti of lítið sagt. Svipað er
að segja um fjörugrös, marinkjarna o. fl.; óvíst, að þær
tegundir standi hinum fyrnefndu neitt að baki, þó að
heldur séu minna kunnar.
Nú get ég búist við því, að margur segi sem svo:
„Það kann allt satt að vera, en mér er sama. Ég hefi
ekki lyst á þessu, kannske hálfskítugu, utan úr náttúr-
unni, og vafalaust dauðans óviðfeldnu á bragðið“. Að því
er snertir hreinlætið, þá ætti það aldrei að vera verra að
borða þörungana vandlega skolaða úr rennandi vatni og
þurkaða á einum sólskinsdegi eða svo, heldur en harð-
fiskinn, sem miklu lengur er verið að verka — að ekki
sé minnst á, að íslenzkum neytendum er varla mjög kunn-
ugt um persónulegt hreinlæti og heilbrigði þeirra, sem
fjalla um hinn innflutta mélmat, sem auk þess er ein-
att morandi í maurum, mengaður maurasaur og rotnandi
maurahræjum, að ekki sé minnst á smámuni eins og
rottuskít.
Þá er það bragðið. Því miður er reynsla mín af því
ákaflega takmörkuð, og verð ég því aðallega að vitna til
opinberra ummæla merkra manna. Verður það að vísu af
skomum skamti, rétt til dæmis. Og mætti þá t. d. byrja
á því að minna á erindið, sem Ólína Andrésdóttir flutti
í útvarpið í vetur um mataræði í Breiðafjarðareyjum í
ungdæmi hennar og fer eg ekki fleiri orðum um það.
Næst mun ég þá snúa mér að því að vitna til prent-
aðra ummæla um matargildi þörungategunda þessara yf-
irleitt og verður þá m. a. drepið á smekkinn.
BYRJA á s ö I u m. Um þau segir i Ferðabók Egg-
erts og Bjarna1) m. a.-: „Þegar sölin eru þur orðin, eru
*) 1. bindi bls. 444.