Jörð - 01.09.1932, Blaðsíða 10
8
NYTJUM LANDIÐ
[Jörð
þau látin í tunnur, og kemur þá út úr þeim sykurtegund,
er hneita kallast, svo að þau verða hvít af henni. Þau
hafa þá. hinn sama ilm og bezta tegras, og hann jafnvel
enn sætari. Menn borða þau daglega með fiski og sméri
og þykja þau sérlega holl fæða“.
Dr. Jón heitinn Hjaltalín landlæknir segir svo í
„Ritgerð um manneldi"1) : „Ilmurinn af vel þurkuðum
sölum, er vel sé með farið, er nærfellt hinn sami og af
góðu kínversku tegrasi“. Iljaltalín álítur, að einhver
bezta meðferð á sölum sé að sjóða þau í hlaup með mjólk
eða mjólkurblandi og jafnvel eilitlu af engifer og neyta
þeirra með mjólk út á og jafnvel sykurögn. Ennfremur
getur hann þess, að í Austur-Asíu búi menn til mauk úr
sölum og öðrum ætiþangstegundum og borði með keti,
en að annarsstaðar séu gerðir úr þeim mjólkurgrautar
(bls. 22—23). Þorvaldur Thoroddsen segir í Ijýsing
íslands2), að söl séu mest étin með fiski og kartöfl-
um og þyki góð fæða. Ennfremur hafi menn sum-
staðar drýgt með þeim brauð og grauta. Magnús gamli
Stephensen, hinn frægi og ekki um of þjóðlegi framfara-
maður, segir, að „söl rétt með farin séu alsett hinu fín-
asta hvítasykri, er geri þau sæt og ljúffeng átu“3). —
Að því er snertir söl, þá vill svo til, að ég get lagt oi*ð í
belg um það, hversu ljúffeng þau séu. Fyrir vinsemd
manns nokkurs á Eyrarbakka fékk ég fáein pund af
þeim til gamans í sumar er leið. Þau voru hneitulítil, en
engu að síður þótti öllum á heimili mínu þau hreinasta
sælgæti. Sumir vildu þau helzt tóm, öðrum þótti þau
bezt með sméri, en sjálfur notaði ég þau sem ofanálag
á smurt rúgbrauð og met þau til þess álíka og mjög
góðan nýmjólkurost. Ekki reyndum við þau nema hrá.
Læt þá útrætt um sölin, en vík næst að
^) Bls. 18.
-) 4. bimli 2. liefti, bls. 235.
s) Sbr. þorv. Thor.: Lýsing íslands IV., 2. bls. 238.