Jörð - 01.09.1932, Page 12
10
NYTJUM LANDIÐ
[Jörð
astur og smekkbeztur“. Marinkjarni er einkum notaður
til grauta, en líka má borða hann að einhverju leyti hrá-
an. í marinkjarna er talsvert af sama sykurefni og í söl-
um. Hjaltalín hyggur, að gott sé að borða hann sem
kryddað mauk með keti, eða sjóða í hlaup, skera í stykki
og borða með súrmjólk. Það hyggur hann og, að gott
muni að nota marinkjamann sem salat, eftir að hafa
skolað hann úr sjóðandi vatni1).
Að lokum skal þess getið um æta sæþörunga hér við
land, að mikið mun hér af svonefndri p u r p u r a-
himnu, sem Þorv. Thor. segir um í Lýsing íslands2),
að notuð sé til manneldis í sumum löndum öðrum. Enn-
fremur má bæta því við, að Iijaltalín landlæknir hygg-
ur, að s æ t i þ a r i eða beltisþari myndi reynast vel til
manneldis3). Er sagt, að hross velji hann sérstaklega úr
öðrum þara þar, sem þeim er beitt á fjöru4).
Þá eru f j a 11 a g r ö s i n. Um þau þarf varla að
orðlengja; flestir munu vita, að þau geta verið mjög
skemmtileg til matar, að ekki sé talað um hollustu
þeirra, sem er fjölhæf mjög og nefna mætti frábær
dæmi um, þó að því verði sleppt að þessu sinni. Fjalla-
grös hafa verið notuð í grasagrauta, brauð og blóðmör,
grasamjólk, skyrhræring og grasavatn. Grasagrautur-
inn er hlaupkenndur eins og af öðrum þörungum, nema
hvað hin svonefndu mundargrös gefa nokkurskonar
grjónagraut, þegar þau eru söxuð, sætan og með þægi-
legri beizkju, að því er Þorv. Thor. segir í Lýsing Is-
lands5). Oft var bankabygg haft með í grasagrautnum.
Um geitnaskóf segir í Ferðabók Eggerts og
Bjarna'1), að ,,af henni sé búinn til sætur grautur, sem
bæði sé hollur og nærandi“. í MatjurtabólU) sinni segir
x) Manneldi, bls. 37—38. 2) L. í. IV., 2, bls. 239. 3) Mann-
eldi, bls. 39. 4) Lýsing íslands IV., 2, bls. 240. B) L. í. IV., 2,
bls. 225. °) I!., bls. 81G. 7) Sbr. J. Hjaltalín: Manneldi, bls. 56.